25 ár síðan Magic Johnson sjokkeraði heiminn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 20:15 Earvin "Magic“ Johnson er 57 ára gamall og enn í fullu fjöri, Vísir/Getty 7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira