Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 23:15 Steph Curry og Klay Thompson. Vísir/Getty Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. Golden State Warriors liðið fékk þrjá leiki þar sem einn sigur tryggði þeim NBA-titilinn annað árið í röð en þrjú töp í röð í lokaúrslitunum þýddi að Warriors-menn misstu titilinn til Cleveland Cavaliers. Pressan var mikil á Golden State liðinu fyrir tímabilið og gagnrýnisraddirnar voru fljótar að koma fram eftir stórtap á móti San Antonio Spurs í fyrsta leik. Golden State hefur reyndar unnið 4 af fyrstu 6 leikjum sínum en flestir sigranna hafa verið ósannfærandi. Sá sem stendur örugglega upp úr er þegar liðið endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder þar sem Kevin Durant fór á kostum á móti sínum gömlu félögum. Margir benda á tölfræðisamanburð á Skvettubræðrunum Steph Curry og Klay Thompson. Það er rosalegur munur á þeim í fyrstu sex leikjunum í ár miðað við fyrstu sex leikina í fyrra. Það var ekki að hjálpa þeirri tölfræði að Steph Curry klikkaði á öllum tíu þriggja stiga skotunum sínum í síðasta leik. Samanlagt voru þeir Steph Curry og Klay Thompson með 50,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu sex leikjunum á síðasta tímabili. Þeir eru „bara“ með 39,0 stig í leik í ár. Steph og Klay voru með 45 þrista saman og 47 prósent þriggja stiga skotnýtingu í fyrstu sex leikjunum í fyrra en Golden State vann þá alla. Nú hafa þeir skorað 17 færri þrista og nýtingin þeirra saman er aðeins 28 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Durant er stigahæstur í Golden State Warriors liðinu það sem af er með 30,0 stig að meðaltali í leik. Innkoma Durant ætti að skýra færri stig en ekki verri nýtingu. Þar kemur örugglega meira inn taktur, taktík og skotstaðir þeirra á vellinum. Pressan á þeim er heldur ekki til að létta þeim lífið. Það er hægt að sjá umfjöllun nba.com um vandræðin hjá Skvettubræðrum hér. Stephen Curry er með 23,2 stig og 6,0 stoðsendingar í leik en hefur aðeins hitt úr 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Curry var með 30,1 stig, 6,7 stoðsendingar og 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu í fyrravetur. Klay Thompson er hinsvegar aðeins með 19,6 prósent þriggja stiga nýtingu en hann hefur skorað 15,8 stig að meðaltali í leik. Klay var með 22,1 stig og 42,4 prósent þriggja stiga nýtingu á síðasta tímabili. Næsti leikur Golden State Warriors fer fram í nótt þegar liðið tekur á móti New Orleans Pelicans í Oakland. Leikurinn hefst klukkan 3.30 að íslenskum tíma. Steph Curry og Klay Thompson.Vísir/Getty NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. Golden State Warriors liðið fékk þrjá leiki þar sem einn sigur tryggði þeim NBA-titilinn annað árið í röð en þrjú töp í röð í lokaúrslitunum þýddi að Warriors-menn misstu titilinn til Cleveland Cavaliers. Pressan var mikil á Golden State liðinu fyrir tímabilið og gagnrýnisraddirnar voru fljótar að koma fram eftir stórtap á móti San Antonio Spurs í fyrsta leik. Golden State hefur reyndar unnið 4 af fyrstu 6 leikjum sínum en flestir sigranna hafa verið ósannfærandi. Sá sem stendur örugglega upp úr er þegar liðið endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder þar sem Kevin Durant fór á kostum á móti sínum gömlu félögum. Margir benda á tölfræðisamanburð á Skvettubræðrunum Steph Curry og Klay Thompson. Það er rosalegur munur á þeim í fyrstu sex leikjunum í ár miðað við fyrstu sex leikina í fyrra. Það var ekki að hjálpa þeirri tölfræði að Steph Curry klikkaði á öllum tíu þriggja stiga skotunum sínum í síðasta leik. Samanlagt voru þeir Steph Curry og Klay Thompson með 50,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu sex leikjunum á síðasta tímabili. Þeir eru „bara“ með 39,0 stig í leik í ár. Steph og Klay voru með 45 þrista saman og 47 prósent þriggja stiga skotnýtingu í fyrstu sex leikjunum í fyrra en Golden State vann þá alla. Nú hafa þeir skorað 17 færri þrista og nýtingin þeirra saman er aðeins 28 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Durant er stigahæstur í Golden State Warriors liðinu það sem af er með 30,0 stig að meðaltali í leik. Innkoma Durant ætti að skýra færri stig en ekki verri nýtingu. Þar kemur örugglega meira inn taktur, taktík og skotstaðir þeirra á vellinum. Pressan á þeim er heldur ekki til að létta þeim lífið. Það er hægt að sjá umfjöllun nba.com um vandræðin hjá Skvettubræðrum hér. Stephen Curry er með 23,2 stig og 6,0 stoðsendingar í leik en hefur aðeins hitt úr 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Curry var með 30,1 stig, 6,7 stoðsendingar og 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu í fyrravetur. Klay Thompson er hinsvegar aðeins með 19,6 prósent þriggja stiga nýtingu en hann hefur skorað 15,8 stig að meðaltali í leik. Klay var með 22,1 stig og 42,4 prósent þriggja stiga nýtingu á síðasta tímabili. Næsti leikur Golden State Warriors fer fram í nótt þegar liðið tekur á móti New Orleans Pelicans í Oakland. Leikurinn hefst klukkan 3.30 að íslenskum tíma. Steph Curry og Klay Thompson.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti