Dagur gegn einelti í dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:45 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir stjórnarmaður og Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri í Erindi, samtökum um samskipti og skólamál. Vísir/GVA „Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016 Lífið Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016
Lífið Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira