Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. nóvember 2016 20:05 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25