Töfrar í flugskýli Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 00:00 Að sögn viðstaddra var gæsahúð tónleikagesta næstum áþreifanleg og sýnileg úr fjarlægð þegar Björk Guðmundsdóttir, skærasta poppstjarna íslenskrar tónlistarsögu, lék fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. „Það er erfitt að lýsa andrúmsloftinu í salnum þegar seinasti tónn lagsins var sleginn á strengi sveitarinnar en ef til vill segir það eitthvað að nokkrar sekúndur liðu áður en áhorfendur tóku við sér og klöppuðu fyrir rosalegum „performans“ Bjarkar,“ segir í umsögn Sunnu Kristínar Hilmarsdóttur, blaðamanns Vísis, um tónleika Bjarkar. Það var viðeigandi að Björk „okkar“ skyldi spila á lokakvöldi Airwaves. Við eigum að vera þakklát fyrir þessa hátíð sem vex með hverju ári og skapar gríðarlegar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Á sama tíma er hátíðin ómetanlega verðmæt fyrir vörumerkið Ísland á alþjóðlegri vísu. Airwaves hátíðin var nú haldin í átjánda sinn. Hátíðin hefur skapað sér orðspor sem vettvangur fyrir nýjar stjörnur og margar heimsfrægar hljómsveitir hafa stigið á stokk á Airwaves á árdögum frægðar sinnar. Hátíðin er orðinn ómissandi viðburður fyrir virtustu tónlistarblaðamenn heims og hefur hjálpað óteljandi íslenskum tónlistarmönnum að skapa sér nafn erlendis. Hljómsveitin Of Monsters And Men er eitt nærtækasta dæmið. Fyrsta hátíðin var haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli 16. október 1999 og er talið er að rúmlega 500 erlendir gestir hafi mætt. Síðan hefur hátíðin vaxið ört bæði þegar fjöldi gesta og áhrif eru annars vegar. Markmið Iceland Airwaves hefur frá fyrstu tíð verið þríþætt. Að kynna íslenska tónlist, halda tónlistarhátíð sem jafnast á við besta sem þekkist erlendis og lengja íslenska ferðamannatímabilið. Í rannsókn Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTON) frá 2012 kom fram að velta erlendra gesta hátíðarinnar næmi rúmlega 800 milljónum króna. Þessi fjárhæð hefur bara vaxið. Gera má ráð fyrir að erlendir gestir kaupi vörur- og þjónustu fyrir um það bil milljarð króna þá daga sem hátíðin varir. Í BS-ritgerð Arnþórs Jóhanns Jónssonar frá 2014 um áhrif Iceland Airwaves á fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur kemur fram að þrátt fyrir að hátíðin hafi vaxið standi henni ógn af fækkun tónleikastaða í miðborginni. Fækkun tónleikastaða hafi ekki aðeins áhrif á þá daga sem hátíðin standi yfir heldur allt árið um kring. Mikilvægt sé að skipuleggjendur hátíðarinnar fái meira frelsi til að uppfylla þarfir gesta hátíðarinnar eigi hún að vaxa enn frekar. Iceland Airwaves hefur það mikla þýðingu fyrir íslenska hagsmuni að stórar ráðstefnur sem hér eru haldnar, eins og Arctic Circle, eru dvergvaxnar í samanburði. Iceland Airwaves er gott dæmi um það hvernig ein lítil hugmynd frumkvöðuls blómstrar og verður í fyllingu tímans að fyrirbæri sem hefur mikla þýðingu fyrir afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga í íslensku samfélagi. Hún er jafnframt sterkur vitnisburður um mikilvægi skapandi greina og hversu stórt hlutverk þær spila í verðmætasköpun þjóðarbúsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Að sögn viðstaddra var gæsahúð tónleikagesta næstum áþreifanleg og sýnileg úr fjarlægð þegar Björk Guðmundsdóttir, skærasta poppstjarna íslenskrar tónlistarsögu, lék fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. „Það er erfitt að lýsa andrúmsloftinu í salnum þegar seinasti tónn lagsins var sleginn á strengi sveitarinnar en ef til vill segir það eitthvað að nokkrar sekúndur liðu áður en áhorfendur tóku við sér og klöppuðu fyrir rosalegum „performans“ Bjarkar,“ segir í umsögn Sunnu Kristínar Hilmarsdóttur, blaðamanns Vísis, um tónleika Bjarkar. Það var viðeigandi að Björk „okkar“ skyldi spila á lokakvöldi Airwaves. Við eigum að vera þakklát fyrir þessa hátíð sem vex með hverju ári og skapar gríðarlegar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Á sama tíma er hátíðin ómetanlega verðmæt fyrir vörumerkið Ísland á alþjóðlegri vísu. Airwaves hátíðin var nú haldin í átjánda sinn. Hátíðin hefur skapað sér orðspor sem vettvangur fyrir nýjar stjörnur og margar heimsfrægar hljómsveitir hafa stigið á stokk á Airwaves á árdögum frægðar sinnar. Hátíðin er orðinn ómissandi viðburður fyrir virtustu tónlistarblaðamenn heims og hefur hjálpað óteljandi íslenskum tónlistarmönnum að skapa sér nafn erlendis. Hljómsveitin Of Monsters And Men er eitt nærtækasta dæmið. Fyrsta hátíðin var haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli 16. október 1999 og er talið er að rúmlega 500 erlendir gestir hafi mætt. Síðan hefur hátíðin vaxið ört bæði þegar fjöldi gesta og áhrif eru annars vegar. Markmið Iceland Airwaves hefur frá fyrstu tíð verið þríþætt. Að kynna íslenska tónlist, halda tónlistarhátíð sem jafnast á við besta sem þekkist erlendis og lengja íslenska ferðamannatímabilið. Í rannsókn Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTON) frá 2012 kom fram að velta erlendra gesta hátíðarinnar næmi rúmlega 800 milljónum króna. Þessi fjárhæð hefur bara vaxið. Gera má ráð fyrir að erlendir gestir kaupi vörur- og þjónustu fyrir um það bil milljarð króna þá daga sem hátíðin varir. Í BS-ritgerð Arnþórs Jóhanns Jónssonar frá 2014 um áhrif Iceland Airwaves á fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur kemur fram að þrátt fyrir að hátíðin hafi vaxið standi henni ógn af fækkun tónleikastaða í miðborginni. Fækkun tónleikastaða hafi ekki aðeins áhrif á þá daga sem hátíðin standi yfir heldur allt árið um kring. Mikilvægt sé að skipuleggjendur hátíðarinnar fái meira frelsi til að uppfylla þarfir gesta hátíðarinnar eigi hún að vaxa enn frekar. Iceland Airwaves hefur það mikla þýðingu fyrir íslenska hagsmuni að stórar ráðstefnur sem hér eru haldnar, eins og Arctic Circle, eru dvergvaxnar í samanburði. Iceland Airwaves er gott dæmi um það hvernig ein lítil hugmynd frumkvöðuls blómstrar og verður í fyllingu tímans að fyrirbæri sem hefur mikla þýðingu fyrir afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga í íslensku samfélagi. Hún er jafnframt sterkur vitnisburður um mikilvægi skapandi greina og hversu stórt hlutverk þær spila í verðmætasköpun þjóðarbúsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun