Formaður Sjómannasambands Íslands telur verkfall líklegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2016 18:30 Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira