Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2016 18:15 Sigurður Ingi segist gjarnan vilja eiga aðild að næstu ríkisstjórn. Og að það sé engin tilviljun að flokkar verði 100 ára -- þar ráði reynslan. visir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að húsbíll og hjólhýsi brunnu á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að húsbíll og hjólhýsi brunnu á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05