Sveitarfélögin hafna hvert á fætur öðru "kaleiknum úr kjararáði“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. nóvember 2016 07:15 Bæjarstjórn Kópavogs ákvað með öllum ellefu atkvæðum að miða ekki við hækkun kjararáðs á þingfararkaupi. mynd/kópavogsbær Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira