Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, er búinn að velja fimmtán manna æfingahóp sem kemur saman 13. nóvember til undirbúnings fyrir síðustu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2017.
Ísland mætir Slóvakíu 19. nóvember ytra og svo Portúgal í Laugardalshöllinni 23. nóvember. Ísland er ekki í góðri stöðu í riðlinum þegar aðeins tveir leikir eru eftir.
Miklar breytingar eru á hópnum en ungir leikmenn fá tækifæri að þessu sinni. Fjórir nýliðar eru í hópnum en það eru Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir auk Ragnheiðar Benónísdóttur úr Skallagrími.
Helena Sverrisdóttir og Margrét Kara Sturludóttir eru á meðal þeirra reynslubolta sem verða ekki með en þær eru báðar barnshafandi.
Hópurinn:
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell
Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur
Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell
Hallveig Jónsdóttir - Valur
Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík
Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan
Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík
Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur
Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík
Fjórir nýliðar í landsliðshópnum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


