Halldór í ruglinu Magnús Már Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar