Ísland gæti glatað öflugum bandamanni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Donald Trump hefur meðal annars stungið upp á að aðstoð Bandaríkjanna við NATO ríki yrði skilyrt. Mynd/samsett „Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump. Brexit Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump.
Brexit Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira