Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 01:06 Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru nokkuð sátt við fyrstu tölur, þegar fréttastofa náði tali af þeim. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir gott gengi Sjálfstæðisflokksins líklega skýrast af útspili stjórnarandstöðuflokkanna sem tilkynntu á dögunum að þeir muni kanna möguleikann á því að mynda meirihlutastjórn að kosningum loknum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur samkvæmt nýjustu tölum. „Það er athyglisvert að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn fær góða kosningu. Ég held að skýringin á þessu sé fyrst og fremst Píratabandalagið sem menn ætluðu að mynda hérna og þetta er svona vörn við því. Menn hugsuðu „við getum ekki gert neinar rósir. Við verðum að koma í veg fyrir það“ og Sjálfstæðisflokkurinn nýtur örugglega góðs af því,“ sagði Benedikt í beinni útsendingu á RÚV. Ásta Guðrún Helgadóttir, oddviti Pírata í Reykjavík suður, sagðist ósammála þessu. „[H]eld ég að þetta hafi fallið vel í geð hjá flestum. Það sem við vorum að reyna að gera var að reyna að mynda skýrari línur í íslenskum stjórnmálum og reyna að búa til ákveðið alternatív eins og hefur verið gert á Norðurlöndunum,“ sagði Ásta. „Við reyndum að gera eitthvað nýtt. Við reyndum að bjóða upp á skýra valkosti. Við reyndum að stilla þessu þannig upp að við myndum þá allavega vera samstíga í þessu og ég tel það bara hafa verið heiðarlegt,“ bætti hún við. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk Tillaga Pírata um stjórnarsamstarf á vinstrivængnum leggst misjafnlega í stjórnmálaleiðtoga flokkanna. Viðreisn er ekki spennt fyrir þátttöku og segist vilja leggja sín baráttumál á borð kjósenda ómenguð. 17. október 2016 06:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir gott gengi Sjálfstæðisflokksins líklega skýrast af útspili stjórnarandstöðuflokkanna sem tilkynntu á dögunum að þeir muni kanna möguleikann á því að mynda meirihlutastjórn að kosningum loknum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur samkvæmt nýjustu tölum. „Það er athyglisvert að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn fær góða kosningu. Ég held að skýringin á þessu sé fyrst og fremst Píratabandalagið sem menn ætluðu að mynda hérna og þetta er svona vörn við því. Menn hugsuðu „við getum ekki gert neinar rósir. Við verðum að koma í veg fyrir það“ og Sjálfstæðisflokkurinn nýtur örugglega góðs af því,“ sagði Benedikt í beinni útsendingu á RÚV. Ásta Guðrún Helgadóttir, oddviti Pírata í Reykjavík suður, sagðist ósammála þessu. „[H]eld ég að þetta hafi fallið vel í geð hjá flestum. Það sem við vorum að reyna að gera var að reyna að mynda skýrari línur í íslenskum stjórnmálum og reyna að búa til ákveðið alternatív eins og hefur verið gert á Norðurlöndunum,“ sagði Ásta. „Við reyndum að gera eitthvað nýtt. Við reyndum að bjóða upp á skýra valkosti. Við reyndum að stilla þessu þannig upp að við myndum þá allavega vera samstíga í þessu og ég tel það bara hafa verið heiðarlegt,“ bætti hún við.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk Tillaga Pírata um stjórnarsamstarf á vinstrivængnum leggst misjafnlega í stjórnmálaleiðtoga flokkanna. Viðreisn er ekki spennt fyrir þátttöku og segist vilja leggja sín baráttumál á borð kjósenda ómenguð. 17. október 2016 06:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00
Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk Tillaga Pírata um stjórnarsamstarf á vinstrivængnum leggst misjafnlega í stjórnmálaleiðtoga flokkanna. Viðreisn er ekki spennt fyrir þátttöku og segist vilja leggja sín baráttumál á borð kjósenda ómenguð. 17. október 2016 06:45