Formaður Alþýðufylkingarinnar ánægður með 0,2 prósent atkvæða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 02:09 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, á kjörstað í morgun. Vísir/Þórhildur Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira