Stjórnarflokkarnir græddu tvo þingmenn á kosningakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2016 10:52 Kerfið hafði sitthvorn þingmanninn af Óttarri og Katrínu sem hér reka nefið í skjöl Birgittu Jónsdóttur ásamt Oddnýju Harðardóttur. visir/ernir „Kosningakerfið hefur einn þingmann af VG og annan af Bjartri framtíð og færir yfir til Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,“ upplýsir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri vini sína á Facebook um. Gunnar Smári má heita sérfróður um kosningakerfið og hann hefur verið með reiknistokkinn á lofti í aðdraganda kosninga og nú eftir Facebookvinum sínum til fróðleiks. Hann segir að kerfið nái ekki að jafna þingmönnum milli flokka eftir atkvæðamagni. Til þess eru of margir þingmenn kjördæmakjörnir og of fáir uppbótarþingmenn til að jafna þingmenn milli flokka. „Stjórnarflokkarnir fá því 29 þingmenn (-9) þótt atkvæðin ættu bara að gefa þeim 27 þingmenn (-11). Stjórnarandstaðan fær 27 þingmenn (+2) en ætti að fá 29 þingmenn (+4). Þetta ýkir varnarsigur Sjálfstæðismanna og dregur úr tapi ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin fær 40,5% (tapar 10,6%) en stjórnarandstaðan (án Viðreisnar) fær 43,3% (bætir við sig 4,2%),“ segir Gunnar Smári.Gunnar Smári rýnir í kosningakerfið með reiknistokk sinn á lofti.Skekkjan í kosningakerfin veldur því að atkvæði landsbyggðarinnar vega þyngra og gerir Gunnar Smári ráð fyrir því að sjónarmið landsbyggðarinnar verði því fyrirferðarmeiri á næsta kjörtímabili en verið hefur. Þetta má heita kaldhæðnislegt, og jafnvel mótsagnakennt í ljósi þess að upprisa Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum hófst þegar sá flokkur setti sig með afgerandi hætti á móti umdeildum búvörusamningum í atkvæðagreiðslu skömmu fyrir kosningar. „Sem fyrr hagnast þeir flokkar sem mest hafa haft með það að gera að smíða kerfið. Það er gert fyrir flokkana fremur en fólkið.“ Gunnar Smári reiknar jafnframt út hvaða áhrif fimm prósenta þröskuldurinn svokallaði hefur. xD 19 (-2) xVG 10 P 9 (-1) xB 7 (-1) xC 7 x BF 5 (+1) xS 3 xFF 2 (+2) Dögun 1 (+1) „Ég veit ekki hver rökin voru sem sögð voru upphátt, en virkni 5% þröskuldsins er að verja stærri flokka minni flokkum og klofningi,“ segir Gunnar Smári. Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Kosningakerfið hefur einn þingmann af VG og annan af Bjartri framtíð og færir yfir til Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,“ upplýsir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri vini sína á Facebook um. Gunnar Smári má heita sérfróður um kosningakerfið og hann hefur verið með reiknistokkinn á lofti í aðdraganda kosninga og nú eftir Facebookvinum sínum til fróðleiks. Hann segir að kerfið nái ekki að jafna þingmönnum milli flokka eftir atkvæðamagni. Til þess eru of margir þingmenn kjördæmakjörnir og of fáir uppbótarþingmenn til að jafna þingmenn milli flokka. „Stjórnarflokkarnir fá því 29 þingmenn (-9) þótt atkvæðin ættu bara að gefa þeim 27 þingmenn (-11). Stjórnarandstaðan fær 27 þingmenn (+2) en ætti að fá 29 þingmenn (+4). Þetta ýkir varnarsigur Sjálfstæðismanna og dregur úr tapi ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin fær 40,5% (tapar 10,6%) en stjórnarandstaðan (án Viðreisnar) fær 43,3% (bætir við sig 4,2%),“ segir Gunnar Smári.Gunnar Smári rýnir í kosningakerfið með reiknistokk sinn á lofti.Skekkjan í kosningakerfin veldur því að atkvæði landsbyggðarinnar vega þyngra og gerir Gunnar Smári ráð fyrir því að sjónarmið landsbyggðarinnar verði því fyrirferðarmeiri á næsta kjörtímabili en verið hefur. Þetta má heita kaldhæðnislegt, og jafnvel mótsagnakennt í ljósi þess að upprisa Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum hófst þegar sá flokkur setti sig með afgerandi hætti á móti umdeildum búvörusamningum í atkvæðagreiðslu skömmu fyrir kosningar. „Sem fyrr hagnast þeir flokkar sem mest hafa haft með það að gera að smíða kerfið. Það er gert fyrir flokkana fremur en fólkið.“ Gunnar Smári reiknar jafnframt út hvaða áhrif fimm prósenta þröskuldurinn svokallaði hefur. xD 19 (-2) xVG 10 P 9 (-1) xB 7 (-1) xC 7 x BF 5 (+1) xS 3 xFF 2 (+2) Dögun 1 (+1) „Ég veit ekki hver rökin voru sem sögð voru upphátt, en virkni 5% þröskuldsins er að verja stærri flokka minni flokkum og klofningi,“ segir Gunnar Smári.
Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira