Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2016 16:39 Eftir yfirlýsingar Benedikts hefur möguleikum fækkað verulega. Eiginlega er aðeins eitt hálmstrá eftir, Engeyjarstjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar með aðkomu Bjartrar framtíðar. visir/anton brink Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar heldur nú á flestum þráðum í hendi sér varðandi nýja ríkisstjórn. Vart verður mynduð stjórn án aðkomu Viðreisnar. Hvort heldur er um áframhaldandi stjórnarsamstarf auk Viðreisnar að ræða eða bandalag stjórnarandstöðuflokkanna, því verður ekki komið á án aðkomu Viðreisnar þá í fimm flokka samstarfi. Vandinn er sá að Benedikt hefur svo gott sem hafnað báðum kostum. Það gerði hann síðast í athyglisverðum umræðuþætti á Stöð 2 í hádeginu. Áður var hann búinn að hafna með afgerandi hætti þeim möguleika að starfa sem þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Hér sjáum við möguleikana sem í stöðunni eru.Þröng staða BjarnaFari svo að Guðni Th. Jóhannessyni forseti Íslands feli Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að mynda stjórn er vandséð hvaða möguleika Bjarni hefur. Óhjákvæmilegt er annað en hann ræði við Benedikt frænda sinn í Viðreisn en þeir eru kenndir við Engeyjarættina – aðrir möguleikar eru vart í stöðunni en þá vantar þriðja flokkinn. Vandséð er hvernig Framsóknarflokkur sé það púsluspil sem fyllir uppí myndina og alls ekki ef marka má yfirlýsingar Benedikts. Hugsanleg ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar gæti steytt á því skeri.Heimir Már Pétursson fréttamaður stjórnaði afar forvitnilegum og upplýsandi þætti þar sem leiðtogar flokkanna tjáðu sig um hugsanlegt stjórnarmynstur.Skömmu fyrir kosningar fóru fram umdeildar viðræður milli Pírata, VG, BF og Samfylkingar um sameiginlegar áherslur. Viðreisn tók því fálega að vera partur af einskonar kosningabandalagi, Benedikt sagði að hann hefði ekkert á móti því að menn ræddu saman en taldi það ekki tímabært fyrir kosningar. Vandséð er, miðað við yfirlýsingar fyrir kosningar og stefnumál flokkanna, hvaða stjórnarandstöðuflokkur gæti gengið í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og þá Viðreisn. Reyndar er bandalag stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar þannig saman skrúfað að erfitt verður fyrir nokkurn þeirra að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn án þess að litið verði á það sem svik.Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og BF?Og ekki var annað á oddvitum flokkanna að heyra en að það væri afskaplega ólíklegt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að slíkt samstarf myndi enda illa fyrir sig. Fulltrúi Pírata, Björn Leví Gunnarsson gekk svo langt að útiloka þann möguleika. Og víst er að hugur Bjarna og Sjálfstæðismanna til Pírata er gagnkvæmur. Samfylkingin er of smá til að hún komi til greina sem þriðji aðili í ríkisstjórn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks.Hugsanlega fær Óttarr mikilvæg SMS-skilaboð, ef hann hefur ekki þegar fengið eitt slíkt, frá Bjarna eða Benedikt sem segir: Viltu vera memm?visir/Anton BrinkÞað er aðeins eftir einn möguleiki, sem býður uppá minnsta hugsanlega meirihluta eða 32 þingmanna, sem er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Óttarr Proppé útilokaði ekkert í þeim efnum, en taldi ólíklegt að af samstarfi Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks gæti orðið. „En, við erum ábyrgur stjórnmálaflokkur,“ sagði Óttarr hvað svo sem má lesa úr þeim orðum. Að fórna sér til að höggva á hnúta í stjórnarmyndunarviðræðum? Reyndar virðist þetta eini möguleikinn í stöðunni.Benedikt svo gott sem útilokar fimm flokka stjórnKatrín Jakobsdóttir lagði áherslu á það, í leiðtogaumræðum á RÚV í nótt, þá í tengslum við það hvort ekki væri eðlilegt að Bjarni fengi stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum að hún teldi skilaboð kjósenda ekki síður vera þau ákall um að margir kæmu að næstu ríkisstjórn. Þrátt fyrir sigur Sjálfstæðisflokksins. Hún hlýtur þar með að vera að vísa til þess að fimm flokka stjórn væri síður en svo útilokað. En, Benedikt varpaði einskonar sprengju í oddvitaviðræðum í hádeginu á Stöð 2. Þar nánast útilokaði hann slíka stjórn. Og telur að bæði hafi kjósendur hafnað ríkisstjórninni sem og því bandalagi sem hann kennir við Pírata. Og sjálfum hugnaðist sér ekki fimm flokka ríkisstjórnarmynstur.Björn Leví útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokk og líkast til er það gagnkvæmt hvað varðar Bjarna og Sjálfstæðismenn almennt -- þeir hafa lítinn áhuga á samstarfi við Pírata.visir/antonÞá komum við að kaplinum sem gengur varla upp. Vandinn er sá að Benedikt var áður, í frægu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon, búinn að útiloka með öllu það að Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana núverandi sem þriðja hjól undir vagni. Hann hefur áréttað þau orð sín í viðtölum.Viðreisn í bobbaÞannig er komin upp sérkennileg staða fyrir Viðreisn og kjósendur þess flokks. Ýmsar ástæður eru fyrir stofnun Viðreisnar, ein sú helsta er óánægja fjölmargra (Sjálfstæðismanna) með það hvernig ríkisstjórnin höndlaði mál sem snéru að aðildarviðræðum við ESB. Allir helstu leiðtogar þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að fara frá hétu því hátíðlega að örlög þeirra viðræðna myndu ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mál var hins vegar afgreitt án aðkomu þjóðarinnar, með einhliða bréfi Gunnars Braga Sveinssonar þá utanríkisráðherra. Þrátt fyrir fjöldamótmæli við Austurvöll og eina stærstu undirskriftasöfnun sem fram hefur farið hér á landi var stjórnarflokkunum ekki hnikað. Hvað sem líður skýringum Bjarna á hinum pólitíska ómöguleika er ljóst að margir kjósendur töldu sig illa svikna. Þetta er ein helsta ástæða fyrir stofnun Viðreisnar.Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkNú virðist Benedikt búinn að setja sig í þá þröngu stöðu að hann á erfitt með annað, fari hann í ríkisstjórn, en svíkja kjósendur sína þá með svipuðum hætti og var einmitt forsenda stofnunar flokks hans. Það er ef litið er til yfirlýsinga hans fyrir kosningar varðandi ágreining við Sjálfstæðisflokkinn um öll helstu mál. Ekki er úr vegi að meta það sem svo að ýmsir hafi greitt Viðreisn atkvæði sitt í trausti þess að flokkurinn léti það ekki verða sitt fyrsta verk að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Þeir munu telja sig illa svikna.Blíðari tónn gagnvart SjálfstæðisflokkiNú er kominn blíðari tónn í Benedikt gagnvart Sjálfstæðisflokknum en var í kosningabaráttunni og Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar kaus að túlka niðurstöðu kosninganna í nótt á þá leið að kjósendur væru að hafna hugmyndum um vinstri stjórn. Benedikt hefur ítrekað, í dag og í nótt, undirstrikað að hann útiloki ekki samstarf við neina flokka, þó hann hafi útilokað ákveðin mynstur. En, til að stjórnarmyndunarkapalinn gangi upp verður það ekki gert án aðkomu Sjálfstæðisflokks með sinn 21 þingmann. Benedikt gekk hins vegar eins langt og komist verður til að greina Viðreisn frá Sjálfstæðisflokki í aðdraganda kosninga, en honum hafði þá verið núið því um nasir að Viðreisn væri ekki annað en útibú, eða klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins sem myndi hlaupa beint í sömu sæng eftir kosningar.Það verður ekki slík ríkisstjórnOg sá var einmitt rauði þráðurinn í hinu fræga útvarpsviðtali Benedikts við Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon sem gengu hressilega á Benedikt með einmitt þetta atriði.Kjósendur er að spyrja sig: Geturðu fullyrt það, geturðu lofað því að atkvæði greitt Viðreisn er ekki atkvæði greitt Sjálfstæðisflokki og Framsókn, spurði Máni Benedikt? „Ég hef sagt að það sé afar ólíklegt. Og eins nálægt því og loforð er. Ég sé það ómögulega fyrir mér. Ég bara segi það hér og nú.“ Þú sérð það ekki fyrir þér en þú segir ekki já eða nei við þessu, bætti Frosti við og Benedikt svaraði: „Ég skal bara segja: Það verður ekki slík ríkisstjórn. Það verður ekki ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir kosningar.“Greinir á við stjórnarflokkana í öllum megin málumÁ öðrum stað í viðtalinu, sem fram fór eftir að samræður stjórnarandstöðuflokkanna lágu fyrir, var Benedikt spurður um hvers vegna hann tæki þeim svona illa þar sem áherslur Viðreisnar rímuðu að ýmsu leyti við umbótaraddir stjórnarandstöðuflokkanna. Því komi á óvart að þeir hafi sagt pass við þeim viðræðum?Frosti og Máni áttu líkast til stærsta skúbbið í kosningabaráttunni, þegar þeir ræddu við Benedikt og gengu á hann. Þetta viðtal gæti reynst afdrifaríkt.„Ég hef svo sannarlega lýst því að okkur greinir á við stjórnarflokkana í peningamálum, í landbúnaðarmálum, í sjávarútvegsmálum ... það er að segja í öllum meginmálunum,“ sagði þá Benedikt. „Og ég tel það afar ólíklegt að við getum náð saman við þá. Ég held að það sé miklu líklegra að við náum saman við aðra flokka. En, við teljum að samtalið eigi að hefjast þegar þjóðin hefur sagt sitt,“ sagði Benedikt sem kallaði stjórnarflokkana þá og við önnur tilefni Framsóknarflokkana tvo. Staðan er því verulega snúin, svo ekki sé meira sagt. Og víst er að Guðni Th. Jóhannesson mun þurfa á allri sinni sagnfræðilegu þekkingu á forsetaembættinu að halda til að finna slóða úr þeirri mýri sem lýðræðið virðist hafa keyrt út í.Sitt sýnist hverjum um næstu ríkisstjórn en greiða má nokkrum mögulegum stjórnum atkvæði sitt í könnuninni að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar. 30. október 2016 16:11 Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Möguleikinn á stjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gæti enn verið fyrir hendi. 30. október 2016 14:40 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Bjarni: Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn láti reyna á stjórnarmyndun "Ég ætla að benda á nokkrar augljósar staðreyndirnar. Við erum með mest fylgi í öllum kjördæmum. Við erum með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum.“ 30. október 2016 13:38 Ljóst að Píratar og Sjálfstæðisflokkur verða ekki saman í ríkisstjórn Landsmenn velta nú margir hverjir fyrir sér möguleikanum á myndun næstu ríkisstjórnar. 30. október 2016 15:54 Sigurður Ingi: Erfið stjórnarmyndun fram undan Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni forsætisráðherra í dag. 30. október 2016 16:48 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar heldur nú á flestum þráðum í hendi sér varðandi nýja ríkisstjórn. Vart verður mynduð stjórn án aðkomu Viðreisnar. Hvort heldur er um áframhaldandi stjórnarsamstarf auk Viðreisnar að ræða eða bandalag stjórnarandstöðuflokkanna, því verður ekki komið á án aðkomu Viðreisnar þá í fimm flokka samstarfi. Vandinn er sá að Benedikt hefur svo gott sem hafnað báðum kostum. Það gerði hann síðast í athyglisverðum umræðuþætti á Stöð 2 í hádeginu. Áður var hann búinn að hafna með afgerandi hætti þeim möguleika að starfa sem þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Hér sjáum við möguleikana sem í stöðunni eru.Þröng staða BjarnaFari svo að Guðni Th. Jóhannessyni forseti Íslands feli Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að mynda stjórn er vandséð hvaða möguleika Bjarni hefur. Óhjákvæmilegt er annað en hann ræði við Benedikt frænda sinn í Viðreisn en þeir eru kenndir við Engeyjarættina – aðrir möguleikar eru vart í stöðunni en þá vantar þriðja flokkinn. Vandséð er hvernig Framsóknarflokkur sé það púsluspil sem fyllir uppí myndina og alls ekki ef marka má yfirlýsingar Benedikts. Hugsanleg ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar gæti steytt á því skeri.Heimir Már Pétursson fréttamaður stjórnaði afar forvitnilegum og upplýsandi þætti þar sem leiðtogar flokkanna tjáðu sig um hugsanlegt stjórnarmynstur.Skömmu fyrir kosningar fóru fram umdeildar viðræður milli Pírata, VG, BF og Samfylkingar um sameiginlegar áherslur. Viðreisn tók því fálega að vera partur af einskonar kosningabandalagi, Benedikt sagði að hann hefði ekkert á móti því að menn ræddu saman en taldi það ekki tímabært fyrir kosningar. Vandséð er, miðað við yfirlýsingar fyrir kosningar og stefnumál flokkanna, hvaða stjórnarandstöðuflokkur gæti gengið í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og þá Viðreisn. Reyndar er bandalag stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar þannig saman skrúfað að erfitt verður fyrir nokkurn þeirra að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn án þess að litið verði á það sem svik.Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og BF?Og ekki var annað á oddvitum flokkanna að heyra en að það væri afskaplega ólíklegt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að slíkt samstarf myndi enda illa fyrir sig. Fulltrúi Pírata, Björn Leví Gunnarsson gekk svo langt að útiloka þann möguleika. Og víst er að hugur Bjarna og Sjálfstæðismanna til Pírata er gagnkvæmur. Samfylkingin er of smá til að hún komi til greina sem þriðji aðili í ríkisstjórn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks.Hugsanlega fær Óttarr mikilvæg SMS-skilaboð, ef hann hefur ekki þegar fengið eitt slíkt, frá Bjarna eða Benedikt sem segir: Viltu vera memm?visir/Anton BrinkÞað er aðeins eftir einn möguleiki, sem býður uppá minnsta hugsanlega meirihluta eða 32 þingmanna, sem er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. Óttarr Proppé útilokaði ekkert í þeim efnum, en taldi ólíklegt að af samstarfi Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks gæti orðið. „En, við erum ábyrgur stjórnmálaflokkur,“ sagði Óttarr hvað svo sem má lesa úr þeim orðum. Að fórna sér til að höggva á hnúta í stjórnarmyndunarviðræðum? Reyndar virðist þetta eini möguleikinn í stöðunni.Benedikt svo gott sem útilokar fimm flokka stjórnKatrín Jakobsdóttir lagði áherslu á það, í leiðtogaumræðum á RÚV í nótt, þá í tengslum við það hvort ekki væri eðlilegt að Bjarni fengi stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum að hún teldi skilaboð kjósenda ekki síður vera þau ákall um að margir kæmu að næstu ríkisstjórn. Þrátt fyrir sigur Sjálfstæðisflokksins. Hún hlýtur þar með að vera að vísa til þess að fimm flokka stjórn væri síður en svo útilokað. En, Benedikt varpaði einskonar sprengju í oddvitaviðræðum í hádeginu á Stöð 2. Þar nánast útilokaði hann slíka stjórn. Og telur að bæði hafi kjósendur hafnað ríkisstjórninni sem og því bandalagi sem hann kennir við Pírata. Og sjálfum hugnaðist sér ekki fimm flokka ríkisstjórnarmynstur.Björn Leví útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokk og líkast til er það gagnkvæmt hvað varðar Bjarna og Sjálfstæðismenn almennt -- þeir hafa lítinn áhuga á samstarfi við Pírata.visir/antonÞá komum við að kaplinum sem gengur varla upp. Vandinn er sá að Benedikt var áður, í frægu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon, búinn að útiloka með öllu það að Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana núverandi sem þriðja hjól undir vagni. Hann hefur áréttað þau orð sín í viðtölum.Viðreisn í bobbaÞannig er komin upp sérkennileg staða fyrir Viðreisn og kjósendur þess flokks. Ýmsar ástæður eru fyrir stofnun Viðreisnar, ein sú helsta er óánægja fjölmargra (Sjálfstæðismanna) með það hvernig ríkisstjórnin höndlaði mál sem snéru að aðildarviðræðum við ESB. Allir helstu leiðtogar þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að fara frá hétu því hátíðlega að örlög þeirra viðræðna myndu ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mál var hins vegar afgreitt án aðkomu þjóðarinnar, með einhliða bréfi Gunnars Braga Sveinssonar þá utanríkisráðherra. Þrátt fyrir fjöldamótmæli við Austurvöll og eina stærstu undirskriftasöfnun sem fram hefur farið hér á landi var stjórnarflokkunum ekki hnikað. Hvað sem líður skýringum Bjarna á hinum pólitíska ómöguleika er ljóst að margir kjósendur töldu sig illa svikna. Þetta er ein helsta ástæða fyrir stofnun Viðreisnar.Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkNú virðist Benedikt búinn að setja sig í þá þröngu stöðu að hann á erfitt með annað, fari hann í ríkisstjórn, en svíkja kjósendur sína þá með svipuðum hætti og var einmitt forsenda stofnunar flokks hans. Það er ef litið er til yfirlýsinga hans fyrir kosningar varðandi ágreining við Sjálfstæðisflokkinn um öll helstu mál. Ekki er úr vegi að meta það sem svo að ýmsir hafi greitt Viðreisn atkvæði sitt í trausti þess að flokkurinn léti það ekki verða sitt fyrsta verk að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Þeir munu telja sig illa svikna.Blíðari tónn gagnvart SjálfstæðisflokkiNú er kominn blíðari tónn í Benedikt gagnvart Sjálfstæðisflokknum en var í kosningabaráttunni og Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar kaus að túlka niðurstöðu kosninganna í nótt á þá leið að kjósendur væru að hafna hugmyndum um vinstri stjórn. Benedikt hefur ítrekað, í dag og í nótt, undirstrikað að hann útiloki ekki samstarf við neina flokka, þó hann hafi útilokað ákveðin mynstur. En, til að stjórnarmyndunarkapalinn gangi upp verður það ekki gert án aðkomu Sjálfstæðisflokks með sinn 21 þingmann. Benedikt gekk hins vegar eins langt og komist verður til að greina Viðreisn frá Sjálfstæðisflokki í aðdraganda kosninga, en honum hafði þá verið núið því um nasir að Viðreisn væri ekki annað en útibú, eða klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins sem myndi hlaupa beint í sömu sæng eftir kosningar.Það verður ekki slík ríkisstjórnOg sá var einmitt rauði þráðurinn í hinu fræga útvarpsviðtali Benedikts við Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon sem gengu hressilega á Benedikt með einmitt þetta atriði.Kjósendur er að spyrja sig: Geturðu fullyrt það, geturðu lofað því að atkvæði greitt Viðreisn er ekki atkvæði greitt Sjálfstæðisflokki og Framsókn, spurði Máni Benedikt? „Ég hef sagt að það sé afar ólíklegt. Og eins nálægt því og loforð er. Ég sé það ómögulega fyrir mér. Ég bara segi það hér og nú.“ Þú sérð það ekki fyrir þér en þú segir ekki já eða nei við þessu, bætti Frosti við og Benedikt svaraði: „Ég skal bara segja: Það verður ekki slík ríkisstjórn. Það verður ekki ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir kosningar.“Greinir á við stjórnarflokkana í öllum megin málumÁ öðrum stað í viðtalinu, sem fram fór eftir að samræður stjórnarandstöðuflokkanna lágu fyrir, var Benedikt spurður um hvers vegna hann tæki þeim svona illa þar sem áherslur Viðreisnar rímuðu að ýmsu leyti við umbótaraddir stjórnarandstöðuflokkanna. Því komi á óvart að þeir hafi sagt pass við þeim viðræðum?Frosti og Máni áttu líkast til stærsta skúbbið í kosningabaráttunni, þegar þeir ræddu við Benedikt og gengu á hann. Þetta viðtal gæti reynst afdrifaríkt.„Ég hef svo sannarlega lýst því að okkur greinir á við stjórnarflokkana í peningamálum, í landbúnaðarmálum, í sjávarútvegsmálum ... það er að segja í öllum meginmálunum,“ sagði þá Benedikt. „Og ég tel það afar ólíklegt að við getum náð saman við þá. Ég held að það sé miklu líklegra að við náum saman við aðra flokka. En, við teljum að samtalið eigi að hefjast þegar þjóðin hefur sagt sitt,“ sagði Benedikt sem kallaði stjórnarflokkana þá og við önnur tilefni Framsóknarflokkana tvo. Staðan er því verulega snúin, svo ekki sé meira sagt. Og víst er að Guðni Th. Jóhannesson mun þurfa á allri sinni sagnfræðilegu þekkingu á forsetaembættinu að halda til að finna slóða úr þeirri mýri sem lýðræðið virðist hafa keyrt út í.Sitt sýnist hverjum um næstu ríkisstjórn en greiða má nokkrum mögulegum stjórnum atkvæði sitt í könnuninni að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar. 30. október 2016 16:11 Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Möguleikinn á stjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gæti enn verið fyrir hendi. 30. október 2016 14:40 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Bjarni: Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn láti reyna á stjórnarmyndun "Ég ætla að benda á nokkrar augljósar staðreyndirnar. Við erum með mest fylgi í öllum kjördæmum. Við erum með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum.“ 30. október 2016 13:38 Ljóst að Píratar og Sjálfstæðisflokkur verða ekki saman í ríkisstjórn Landsmenn velta nú margir hverjir fyrir sér möguleikanum á myndun næstu ríkisstjórnar. 30. október 2016 15:54 Sigurður Ingi: Erfið stjórnarmyndun fram undan Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni forsætisráðherra í dag. 30. október 2016 16:48 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39
Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar. 30. október 2016 16:11
Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Möguleikinn á stjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gæti enn verið fyrir hendi. 30. október 2016 14:40
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14
Bjarni: Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn láti reyna á stjórnarmyndun "Ég ætla að benda á nokkrar augljósar staðreyndirnar. Við erum með mest fylgi í öllum kjördæmum. Við erum með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum.“ 30. október 2016 13:38
Ljóst að Píratar og Sjálfstæðisflokkur verða ekki saman í ríkisstjórn Landsmenn velta nú margir hverjir fyrir sér möguleikanum á myndun næstu ríkisstjórnar. 30. október 2016 15:54
Sigurður Ingi: Erfið stjórnarmyndun fram undan Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni forsætisráðherra í dag. 30. október 2016 16:48