Þorgerður: Vinstristjórn hafnað með afgerandi hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. október 2016 16:45 Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði. Kosningar 2016 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði.
Kosningar 2016 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira