Hvaða málamiðlanir geta flokkarnir gert? Snærós Sindradóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Mögulegar stjórnir Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira