Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 31. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir segir flokksmenn ætla að fara yfir stöðuna vísir/hanna Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira