Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 31. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir segir flokksmenn ætla að fara yfir stöðuna vísir/hanna Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent