Erlent

Sakar forstjóra FBI um lögbrot

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni.
Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Vísir/AP
Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda.

Harry Reid sakar forstjórann, James Comey um að brjóta lög sem banna embættismönnum að hafa áhrf á kosningar, en nú er aðeins rösk vika til kosninga í Bandaríkjunum.

Stofnunin greindi frá því fyrir helgi að hún væri að kanna tölvupósta hjá einni aðal aðstoðarkonu Clinton og er látið að því liggja að póstarnir tengist Hillary og póstsendingum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra og notaði einkapósthólf sitt í trássi við reglur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×