Bjarni mættur á Bessastaði: Á von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 10:04 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00