Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 14:12 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. Hann ræddi við fjölmiðla fyrir fundinn og sagðist búast við því að eiga gott samtal við forsetann. „Ég bara hlakka til að segja honum okkar viðhorf og heyra hans viðhorf,“ sagði Benedikt og svaraði því aðspurður hver væru þeirra viðhorf að það hefði margoft komið fram í kosningabaráttunni. Hann játaði því að Viðreisn væri í lykilstöðu. „Já, það lítur þannig út og við leggjum auðvitað áherslu á það í þessu að ná okkar málefnum fram.“En á hvaða vagn ætlar hann að stíga? „Vagn Viðreisnar sem siglir bara áfram,“ svaraði hann þá. Hann vildi ekki svara því til hvort hann væri kominn með einhverja mynd af stjórn í hugann og aðspurður hvernig ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hljómaði í hans eyrum sagði hann: „Eins og ég sagði fyrir fram þá er bara eitt mynstur sem við útilokum og það stendur.“ Þá var Benedikt einnig spurður út í hugmynd Pírata um minnihlutastjórn Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar sem Píratar og Samfylkingin myndu verja falli. Hann sagði það „áhugavert útspil“ og var þá spurður hvort það væri eitthvað sem hann gæti hugsað sér. „Við höfum ekki útilokað neitt,“ sagði hann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. Hann ræddi við fjölmiðla fyrir fundinn og sagðist búast við því að eiga gott samtal við forsetann. „Ég bara hlakka til að segja honum okkar viðhorf og heyra hans viðhorf,“ sagði Benedikt og svaraði því aðspurður hver væru þeirra viðhorf að það hefði margoft komið fram í kosningabaráttunni. Hann játaði því að Viðreisn væri í lykilstöðu. „Já, það lítur þannig út og við leggjum auðvitað áherslu á það í þessu að ná okkar málefnum fram.“En á hvaða vagn ætlar hann að stíga? „Vagn Viðreisnar sem siglir bara áfram,“ svaraði hann þá. Hann vildi ekki svara því til hvort hann væri kominn með einhverja mynd af stjórn í hugann og aðspurður hvernig ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hljómaði í hans eyrum sagði hann: „Eins og ég sagði fyrir fram þá er bara eitt mynstur sem við útilokum og það stendur.“ Þá var Benedikt einnig spurður út í hugmynd Pírata um minnihlutastjórn Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar sem Píratar og Samfylkingin myndu verja falli. Hann sagði það „áhugavert útspil“ og var þá spurður hvort það væri eitthvað sem hann gæti hugsað sér. „Við höfum ekki útilokað neitt,“ sagði hann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03