Handbolti

Selfoss fær Einar Ólaf í staðinn fyrir Grétar Ara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Ólafur klárar tímabilið með Selfossi.
Einar Ólafur klárar tímabilið með Selfossi. mynd/selfoss
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag eru Haukar búnir að kalla markvörðinn Grétar Ara Guðjónsson til baka úr láni frá Selfossi.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Selfyssinga enda hefur Grétar Ari spilað vel það sem af er tímabili. Hann var verðlaunaður fyrir frammistöðuna í vetur með sæti í A-landsliðinu fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 seinna í vikunni.

Til að fylla skarð Grétars Ara hefur Selfoss fengið Einar Ólaf Vilmundarson frá Haukum. Einar Ólafur samdi við Selfoss til loka tímabilsins en hann og Helgi Hlynsson munu sjá um að verja mark nýliðanna það sem eftir er vetrar.

Einar Ólafur hefur myndað markvarðapar Hauka í vetur ásamt Giedrius Morkunas. Hann lék með Stjörnunni í 1. deildinni í fyrra en sneri aftur til Hauka fyrir þetta tímabil.

Selfyssingar hafa komið á óvart í vetur og sitja í 2. sæti Olís-deildarinnar eftir níu umferðir. Haukar eru hins vegar í 7. sæti.


Tengdar fréttir

Grétar Ari aftur í Hauka

Kallaður aftur úr láni eftir góða frammistöðu með nýliðum Selfyssinga.

Barátta um seinni markvarðarstöðuna

Það eru afar litlar líkur á því að Aron Rafn Eðvarðsson geti spilað með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×