Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2016 07:00 Píratar eru þegar farnir að leggja drög að samstarfi við aðra stjórnmálaflokka að loknum næstu kosningum. Smári McCarthy, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir Pírata þó ekki vera að "leitast eftir forsætisráðherrastólnum“ í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. vísir/friðrik þór Einungis níu dagar eru til kosninga og ef niðurstöður skoðanakannana yrðu í takt við nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrðu Píratar ótvíræðir sigurvegarar þeirra. Þeir fengju 14 þingmenn kjörna en fengu þrjá menn kjörna í alþingiskosningunum 2013. Flokkurinn myndi því næstum fimmfaldast að stærð. Vinstri græn gætu líka vel við unað með þrettán þingmenn samanborið við sjö þingmenn eftir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum 2013, en væri með stærsta þingflokkinn. Flokkurinn fengi sautján þingmenn en var með nítján menn eftir síðustu kosningar. Flokkurinn er með 23,7 prósenta fylgi í nýju skoðanakönnuninni. Það er einu prósenti meira en flokkurinn var með í skoðanakönnun fyrir viku þegar hann var með 22,7 prósent. Munurinn er þó innan vikmarka. Píratar eru með 20,7 prósenta fylgi, VG með 19,2 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi, sem er nákvæmlega það sama og hann var með fyrir viku. Þá er Björt framtíð með 7,4 prósenta fylgi, Viðreisn með 6,6 prósenta fylgi og Samfylkingin með 6,5 prósenta fylgi.Smári McCarthy, oddviti Pírata í SuðurkjördæmiÞetta er þriðja könnunin í röð sem bendir til þess að sjö stjórnmálahreyfingar eigi fulltrúa á þingi eftir næstu kosningar. Könnunin sýnir líka að ekki er möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Í Ráðhúsinu í Reykjavík starfar meirihluti sem myndaður er af fjórum stjórnmálaöflum; Pírötum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru Píratar nú þegar byrjaðir að ræða samstarf að loknum kosningum við Samfylkinguna og ætla að halda fleiri fundi á næstunni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir fullsnemmt að segja til um með hverjum verði fundað. „En við höfum verið í samskiptum við VG og Bjarta framtíð,“ segir hann. Hann segist telja að vel hafi gengið í borginni, en það eigi eftir að koma í ljós hvort hið sama geti átt við um Alþingi. Smári segir Pírata ekki gera kröfu um forsætisráðuneytið í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, heldur að málefnin séu efst á dagskrá. „Við erum ekki að leitast eftir forsætisráðherrastólnum,“ segir hann.Óttar Proppé, formaður BFStóran hluta þessa kjörtímabils hefur Björt framtíð mælst undir fimm prósentum og er útlit fyrir að flokkurinn fengi ekki kjörna þingmenn. Hvort sem afstaða flokksins til búvörusamninga hafði áhrif eða ekki, er ljóst að eftir atkvæðagreiðslu þess máls í þinginu fór flokkurinn að mælast betur í könnunum. Óttarr Proppé, formaður flokksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í gær. Hann sagði að draumaríkisstjórn sín væri frjálslynd miðjuríkisstjórn. Það væri ekkert óeðlilegt að flokkurinn horfði til þeirra flokka sem eru næstir Bjartri framtíð. „Það hafa gjarnan verið Viðreisn til hægri, Samfylking og Píratar til vinstri og yfir til Vinstri grænna,“ sagði Óttarr. Hann nefndi Sjálfstæðisflokkinn ekki í upptalningu sinni.Fylgi VG stóreykstAðferðafræðin á mannamáli Hringt var í 1.303 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 17. og 18. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Einungis níu dagar eru til kosninga og ef niðurstöður skoðanakannana yrðu í takt við nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrðu Píratar ótvíræðir sigurvegarar þeirra. Þeir fengju 14 þingmenn kjörna en fengu þrjá menn kjörna í alþingiskosningunum 2013. Flokkurinn myndi því næstum fimmfaldast að stærð. Vinstri græn gætu líka vel við unað með þrettán þingmenn samanborið við sjö þingmenn eftir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum 2013, en væri með stærsta þingflokkinn. Flokkurinn fengi sautján þingmenn en var með nítján menn eftir síðustu kosningar. Flokkurinn er með 23,7 prósenta fylgi í nýju skoðanakönnuninni. Það er einu prósenti meira en flokkurinn var með í skoðanakönnun fyrir viku þegar hann var með 22,7 prósent. Munurinn er þó innan vikmarka. Píratar eru með 20,7 prósenta fylgi, VG með 19,2 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi, sem er nákvæmlega það sama og hann var með fyrir viku. Þá er Björt framtíð með 7,4 prósenta fylgi, Viðreisn með 6,6 prósenta fylgi og Samfylkingin með 6,5 prósenta fylgi.Smári McCarthy, oddviti Pírata í SuðurkjördæmiÞetta er þriðja könnunin í röð sem bendir til þess að sjö stjórnmálahreyfingar eigi fulltrúa á þingi eftir næstu kosningar. Könnunin sýnir líka að ekki er möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Í Ráðhúsinu í Reykjavík starfar meirihluti sem myndaður er af fjórum stjórnmálaöflum; Pírötum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru Píratar nú þegar byrjaðir að ræða samstarf að loknum kosningum við Samfylkinguna og ætla að halda fleiri fundi á næstunni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir fullsnemmt að segja til um með hverjum verði fundað. „En við höfum verið í samskiptum við VG og Bjarta framtíð,“ segir hann. Hann segist telja að vel hafi gengið í borginni, en það eigi eftir að koma í ljós hvort hið sama geti átt við um Alþingi. Smári segir Pírata ekki gera kröfu um forsætisráðuneytið í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, heldur að málefnin séu efst á dagskrá. „Við erum ekki að leitast eftir forsætisráðherrastólnum,“ segir hann.Óttar Proppé, formaður BFStóran hluta þessa kjörtímabils hefur Björt framtíð mælst undir fimm prósentum og er útlit fyrir að flokkurinn fengi ekki kjörna þingmenn. Hvort sem afstaða flokksins til búvörusamninga hafði áhrif eða ekki, er ljóst að eftir atkvæðagreiðslu þess máls í þinginu fór flokkurinn að mælast betur í könnunum. Óttarr Proppé, formaður flokksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í gær. Hann sagði að draumaríkisstjórn sín væri frjálslynd miðjuríkisstjórn. Það væri ekkert óeðlilegt að flokkurinn horfði til þeirra flokka sem eru næstir Bjartri framtíð. „Það hafa gjarnan verið Viðreisn til hægri, Samfylking og Píratar til vinstri og yfir til Vinstri grænna,“ sagði Óttarr. Hann nefndi Sjálfstæðisflokkinn ekki í upptalningu sinni.Fylgi VG stóreykstAðferðafræðin á mannamáli Hringt var í 1.303 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 17. og 18. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira