Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 26-27 | Afturelding vann toppslaginn Gabríel Sighvatsson í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum skrifar 20. október 2016 21:30 Einar Andri Einarsson er að gera flotti hluti í Mosfellsbæ. vísir/eyþór Afturelding hafði betur þegar liðið sótti ÍBV heim í toppslag og eru því komnir með fimm stiga forskot á toppnum. Eins og oft áður voru Eyjamenn lengi að koma sér í gang og það var ekki fyrr en á 10. mínútu þegar Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé að hlutirnir fóru að smella hjá ÍBV en þá var munurinn orðinn fjögur mörk. Þeir náðu að komast yfir rétt fyrir hálfleik og voru yfir þegar flautað var til seinni hálfleiks. Margir héldu að þá myndu Eyjamenn láta kné fylgja kviði en þetta reyndist erfiðara en svo. Gestirnir ætluðu ekki að láta ÍBV komast upp við þá á toppnum og unnu að lokum eins marka sigur þrátt fyrir mikil forföll í hópnum. Eyjamenn voru að elta gestina mestmegnis af leiknum og nokkrir leikmenn voru slappir hjá þeim. Það reyndist atvik leiksins þegar Davíð Sveinsson varði síðasta skot leiksins frá Eyjamönnum og tryggði Aftureldingu sigurinn. Þetta þýðir að Mosfellingar auka forskot sitt á toppnum og það mun vera hægara sagt en gert fyrir önnur lið að reyna að vinna upp það forskot. Birkir Benediktsson reyndist ÍBV óþægur ljár í þúfu. Hann átti stórkostlegan leik og var langbestur með 13 mörk. Þá reyndist Davíð líka vel í marki Aftureldingar en hann var með 40 prósent markvörslu.Einar Andri: Var vongóður um að Davíð myndi verja Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ángæður með spilamennsku sinna manna í dag. „Ég er gríðarlega sáttur, við vorum að spila við frábært lið. Það er alltaf erfitt að koma og spila hérna þannig að ég var mjög ánægður með stákana í dag,“ sagði Einar Andri. Davíð Sveinsson átti góðan leik í markinu og átti mikilvægustu vörslu leiksins þegar hann varði lokaskot Eyjamanna og tryggði sínum mönnum í raun sigurinn. „Davíð leiðist nú ekki að fá svona móment. Ég ætla ekki að segja að eg hafi búist við að hann myndi verja en ég var vongóður um það.“ Afturelding vann sinn sjöunda sigur í röð í dag. „Við erum búnir að spila virkilega vel í síðustu leikjum, fyrir utan fyrsta leik, en síðan þá höfum við verið á flottu skriði. Við erum með marga leikmenn og höfum frekar efni á því að lenda í meiðslum en aðrir, þannig að það er meira að gera hjá þeim sem eru heilir og ég er mjög ánægður með þá,“ sagði Einar en nokkrir leikmenn eru frá keppni. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og mátti sjá mikla orku í þeim. „Við vissum að Eyjamenn höfðu tapað síðast, við bjuggumst við þeim spólandi í leikinn og vildum mæta því. Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar mikilvægar. Við spiluðum frábærlega og vorum komnir í 7-3 um tíma og ég held að byrjunin hafi gefið okkur meiri kraft fyrir framhaldið. „Vestmannaeyingarnir bættu sig, mér fannst við vera að spila svipað. Við sögðum strákunum að við værum ánægður með fyrri hálfleikinn og vildum að þeir héldu áfram að berjast fyrir þessu.“ Aðspurður um framhaldið sagði Einar að staðan yrði tekin á næstu vikum. „Við eigum bikarleik við Þrótt næst og síðan Val áður en landsleikjapása tekur við og við tökum stöðuna eftir það,“ sagði Einar að lokum.Arnar: Áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var virkilega svekktur en hans lið hefði getað nælt í stig á lokasekúndum leiksins. „Við fengum tækifæri til að jafna þetta undir lokin en nýttum það ekki, þannig að þetta var svekkjandi,“ sagði Arnar. ÍBV hefur oft á tíðum verið lengi að byrja leikina og það var einmitt það sem gerðist í dag. „Við vorum svolítið lengi að kveikja og það er áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað, en svo vorum við líka að keyra of lengi á mönnum sem eru slappir og búast við of miklu af þeim. „Við erum með menn í veikindum, bæði Begga (Sigurberg Sveinsson) og Tedda (Theodór Sigurbjörnsson).“ Heilt yfir gat Arnar þó verið ángður með spilamennskuna í dag. „Ég var mjög ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu á löngum köflum í þessum leik og ég er á margan hátt stoltur af þeim. Við erum að berjast við ákveðin vandamál í leikmannahópnum. Það eru margir menn frá og við tökum mikið af ungum strákum sem stóðu sig vel í kvöld. „Það er erfiðara að elta allan leikinn og miðað við hvernig leikmenn voru staddir fyrir þá var orkan ekki mikil,“ sagði Arnar. Afturelding jók forystu sína á toppi deildarinnar með sigrinum. „Fimm stig er klárlega mikill munur. Það eru þrír leikir en við erum ekkert að fókusera á það að elta Aftureldingu, við erum mestmegnis að hugsa um hópinn og reyna að bæta leik okkar.“ Róbert Aron Hostert, lykilmaður ÍBV, er búinn að vera meiddur síðustu leiki og er útlit fyrir að hann verði enn frá keppni í næstu leikjum Eyjamanna. „Það er eitthvað í hann ennþá en hann er allur að koma til.“ Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Afturelding hafði betur þegar liðið sótti ÍBV heim í toppslag og eru því komnir með fimm stiga forskot á toppnum. Eins og oft áður voru Eyjamenn lengi að koma sér í gang og það var ekki fyrr en á 10. mínútu þegar Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé að hlutirnir fóru að smella hjá ÍBV en þá var munurinn orðinn fjögur mörk. Þeir náðu að komast yfir rétt fyrir hálfleik og voru yfir þegar flautað var til seinni hálfleiks. Margir héldu að þá myndu Eyjamenn láta kné fylgja kviði en þetta reyndist erfiðara en svo. Gestirnir ætluðu ekki að láta ÍBV komast upp við þá á toppnum og unnu að lokum eins marka sigur þrátt fyrir mikil forföll í hópnum. Eyjamenn voru að elta gestina mestmegnis af leiknum og nokkrir leikmenn voru slappir hjá þeim. Það reyndist atvik leiksins þegar Davíð Sveinsson varði síðasta skot leiksins frá Eyjamönnum og tryggði Aftureldingu sigurinn. Þetta þýðir að Mosfellingar auka forskot sitt á toppnum og það mun vera hægara sagt en gert fyrir önnur lið að reyna að vinna upp það forskot. Birkir Benediktsson reyndist ÍBV óþægur ljár í þúfu. Hann átti stórkostlegan leik og var langbestur með 13 mörk. Þá reyndist Davíð líka vel í marki Aftureldingar en hann var með 40 prósent markvörslu.Einar Andri: Var vongóður um að Davíð myndi verja Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ángæður með spilamennsku sinna manna í dag. „Ég er gríðarlega sáttur, við vorum að spila við frábært lið. Það er alltaf erfitt að koma og spila hérna þannig að ég var mjög ánægður með stákana í dag,“ sagði Einar Andri. Davíð Sveinsson átti góðan leik í markinu og átti mikilvægustu vörslu leiksins þegar hann varði lokaskot Eyjamanna og tryggði sínum mönnum í raun sigurinn. „Davíð leiðist nú ekki að fá svona móment. Ég ætla ekki að segja að eg hafi búist við að hann myndi verja en ég var vongóður um það.“ Afturelding vann sinn sjöunda sigur í röð í dag. „Við erum búnir að spila virkilega vel í síðustu leikjum, fyrir utan fyrsta leik, en síðan þá höfum við verið á flottu skriði. Við erum með marga leikmenn og höfum frekar efni á því að lenda í meiðslum en aðrir, þannig að það er meira að gera hjá þeim sem eru heilir og ég er mjög ánægður með þá,“ sagði Einar en nokkrir leikmenn eru frá keppni. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og mátti sjá mikla orku í þeim. „Við vissum að Eyjamenn höfðu tapað síðast, við bjuggumst við þeim spólandi í leikinn og vildum mæta því. Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar mikilvægar. Við spiluðum frábærlega og vorum komnir í 7-3 um tíma og ég held að byrjunin hafi gefið okkur meiri kraft fyrir framhaldið. „Vestmannaeyingarnir bættu sig, mér fannst við vera að spila svipað. Við sögðum strákunum að við værum ánægður með fyrri hálfleikinn og vildum að þeir héldu áfram að berjast fyrir þessu.“ Aðspurður um framhaldið sagði Einar að staðan yrði tekin á næstu vikum. „Við eigum bikarleik við Þrótt næst og síðan Val áður en landsleikjapása tekur við og við tökum stöðuna eftir það,“ sagði Einar að lokum.Arnar: Áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var virkilega svekktur en hans lið hefði getað nælt í stig á lokasekúndum leiksins. „Við fengum tækifæri til að jafna þetta undir lokin en nýttum það ekki, þannig að þetta var svekkjandi,“ sagði Arnar. ÍBV hefur oft á tíðum verið lengi að byrja leikina og það var einmitt það sem gerðist í dag. „Við vorum svolítið lengi að kveikja og það er áhyggjuefni hvað við erum lengi af stað, en svo vorum við líka að keyra of lengi á mönnum sem eru slappir og búast við of miklu af þeim. „Við erum með menn í veikindum, bæði Begga (Sigurberg Sveinsson) og Tedda (Theodór Sigurbjörnsson).“ Heilt yfir gat Arnar þó verið ángður með spilamennskuna í dag. „Ég var mjög ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu á löngum köflum í þessum leik og ég er á margan hátt stoltur af þeim. Við erum að berjast við ákveðin vandamál í leikmannahópnum. Það eru margir menn frá og við tökum mikið af ungum strákum sem stóðu sig vel í kvöld. „Það er erfiðara að elta allan leikinn og miðað við hvernig leikmenn voru staddir fyrir þá var orkan ekki mikil,“ sagði Arnar. Afturelding jók forystu sína á toppi deildarinnar með sigrinum. „Fimm stig er klárlega mikill munur. Það eru þrír leikir en við erum ekkert að fókusera á það að elta Aftureldingu, við erum mestmegnis að hugsa um hópinn og reyna að bæta leik okkar.“ Róbert Aron Hostert, lykilmaður ÍBV, er búinn að vera meiddur síðustu leiki og er útlit fyrir að hann verði enn frá keppni í næstu leikjum Eyjamanna. „Það er eitthvað í hann ennþá en hann er allur að koma til.“
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira