Söngur er okkar gjaldmiðill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 10:15 Þessi mynd af Samkór Kópavogs var tekin í Stykkishólmskirkju í vorferð kórsins 2016. „Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Lífið Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
„Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Lífið Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira