Segja að loforð um þjóðarsamtal hafi verið svikið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2016 16:04 Deilt er um skipan samráðshóps vegna endurskoðunar búvörusamninga. Vísir Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Félagið lítur svo á að loforð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar um þjóðarsamtal um mótun landbúnaðarstefnu til framtíðar hafi verið svikið. Hefur félagið sent ráðherra bréf þar sem þess er krafist að félagið fái sæti í samráðshópnum. Tilkynnt var um skipan hópsins í dag og voru ASÍ eða BSRB, Bændasamtök Íslands sem fær tvö fulltrúa, Neytendasamtökin, Samtök afurðarstöða og Samtök atvinnulífsins beðin um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn.Í bréfinu er vísað til yfirlýsinga Jóns Gunnarssonar þar sem hann sagði að boðað yrði til þjóðarsamtals um heilbrigðan og sterkan íslenskan landbúnað til lengri tíma og að efnt yrði til víðtæks samráðs meðal neytenda, aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins. Í bréfinu segir einnig að í samtölum Jóns við félagið hafi ítrekað komið fram að gert yrði ráð fyrir því að Félag atvinnurekenda myndi eiga aðild að samráðshópnum.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Allir með nema FA Bendir félagið á að samkvæmt 87. grein búvörulaga sé félagið lögbundinn umsagnaraðili um tillögur ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara ásamt Bændasamtökunum, Neytendasamtökunum og Samtökum verzlunar og þjónustu, sem eru aðildarsamtök Samtaka atvinnulífsins. Það liggi því fyrir að allir lögbundnir umsagnaraðilar samkvæmt búvörulögum munu eiga sæti í starfshópnum, nema Félag atvinnurekenda. „Í þessu ljósi veldur skipan starfshópsins Félagi atvinnurekenda verulegum vonbrigðum og getur félagið ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að loforðið um þjóðarsamtal hafi verið svikið,“ segir í bréfinu. Félag atvinnurekenda á enga aðild að Samtökum atvinnulífsins og gætir hagsmuna fyrirtækja sem flest hver standa utan þeirra samtaka. Telur félagið að það geti ekki talist góð stjórnsýsla að „halda mikilvægum hagsmunaaðila þannig utan við samráð, sem átti að stuðla að því að sem flest sjónarmið yrðu leidd saman.“ Þá segir í bréfinu að ljóst séð að verði hópurinn skipaður líkt og tillaga ráðherra gerir ráð fyrir muni ríkið og landbúnaðurinn eiga meirihluta í hópnum. „Sú gagnrýni, sem sett var fram af hálfu FA og margra annarra hagsmunasamtaka – og meirihluti atvinnuveganefndar tók mark á – var einmitt að ekki gengi að ríkið og landbúnaðurinn véluðu ein um mál sem varðaði jafnmikla fjármuni og jafnvíðtæka hagsmuni. Í þessu ljósi fer Félag atvinnurekenda fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína um skipan starfshópsins,“ segir í bréfi félagsins til ráðherra. Búvörusamningar Tengdar fréttir Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. 29. ágúst 2016 15:07 Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. 29. ágúst 2016 14:17 Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50 Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Félagið lítur svo á að loforð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar um þjóðarsamtal um mótun landbúnaðarstefnu til framtíðar hafi verið svikið. Hefur félagið sent ráðherra bréf þar sem þess er krafist að félagið fái sæti í samráðshópnum. Tilkynnt var um skipan hópsins í dag og voru ASÍ eða BSRB, Bændasamtök Íslands sem fær tvö fulltrúa, Neytendasamtökin, Samtök afurðarstöða og Samtök atvinnulífsins beðin um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn.Í bréfinu er vísað til yfirlýsinga Jóns Gunnarssonar þar sem hann sagði að boðað yrði til þjóðarsamtals um heilbrigðan og sterkan íslenskan landbúnað til lengri tíma og að efnt yrði til víðtæks samráðs meðal neytenda, aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins. Í bréfinu segir einnig að í samtölum Jóns við félagið hafi ítrekað komið fram að gert yrði ráð fyrir því að Félag atvinnurekenda myndi eiga aðild að samráðshópnum.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Allir með nema FA Bendir félagið á að samkvæmt 87. grein búvörulaga sé félagið lögbundinn umsagnaraðili um tillögur ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara ásamt Bændasamtökunum, Neytendasamtökunum og Samtökum verzlunar og þjónustu, sem eru aðildarsamtök Samtaka atvinnulífsins. Það liggi því fyrir að allir lögbundnir umsagnaraðilar samkvæmt búvörulögum munu eiga sæti í starfshópnum, nema Félag atvinnurekenda. „Í þessu ljósi veldur skipan starfshópsins Félagi atvinnurekenda verulegum vonbrigðum og getur félagið ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að loforðið um þjóðarsamtal hafi verið svikið,“ segir í bréfinu. Félag atvinnurekenda á enga aðild að Samtökum atvinnulífsins og gætir hagsmuna fyrirtækja sem flest hver standa utan þeirra samtaka. Telur félagið að það geti ekki talist góð stjórnsýsla að „halda mikilvægum hagsmunaaðila þannig utan við samráð, sem átti að stuðla að því að sem flest sjónarmið yrðu leidd saman.“ Þá segir í bréfinu að ljóst séð að verði hópurinn skipaður líkt og tillaga ráðherra gerir ráð fyrir muni ríkið og landbúnaðurinn eiga meirihluta í hópnum. „Sú gagnrýni, sem sett var fram af hálfu FA og margra annarra hagsmunasamtaka – og meirihluti atvinnuveganefndar tók mark á – var einmitt að ekki gengi að ríkið og landbúnaðurinn véluðu ein um mál sem varðaði jafnmikla fjármuni og jafnvíðtæka hagsmuni. Í þessu ljósi fer Félag atvinnurekenda fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína um skipan starfshópsins,“ segir í bréfi félagsins til ráðherra.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. 29. ágúst 2016 15:07 Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. 29. ágúst 2016 14:17 Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50 Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. 29. ágúst 2016 15:07
Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30
Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. 29. ágúst 2016 14:17
Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50
Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30