Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2016 19:00 Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður. Kosningar 2016 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður.
Kosningar 2016 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira