Samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka ólíklegt nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 17:18 Af fundinum í morgun. visir/stefán Stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu í morgun um mögulegt samstarf flokkanna á næsta kjörtímabili. Fundurinn fór fram fyrir opnum dyrum á veitingastaðnum Lækjarbrekku og stóð til 12:30. Samkvæmt Ótarri Proppé, þingmanni Bjartrar Framtíðar, var tilgangur fundarins ekki endilega að reyna að komast að niðurstöðu um stjórnarmyndun heldur að kanna sameiginlegan snertiflöt flokkanna. „Fundurinn var fyrst og fremst til þess að fara yfir málin og skoða hvar áherslurnar liggja saman og hvar í sundur,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis.Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa unnið vel samanÓttarr sagði jafnframt að flokkarnir þekktust vel eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu sem er að líða. Því sé ekkert óeðlilegt að flokkarnir fundi sín á milli og beri saman bækur sínar. „Stjórnarandstaða á hverjum tíma er nú mjög oft í miklu samstarfi og það á við um þessa stjórnarandstöðu. Við höfum náttúrulega unnið saman og við erum með sameiginlegar áherslur í ákveðnum málum á þinginu,“ segir Óttarr og bætir við að flokkarnir hefðu til að mynda unnið saman að breytingatillögu við almannatryggingafrumvarp fyrir tveimur vikum. „Þessir flokkar hafa aldeilis talað saman og hist áður,“ segir Óttarr.Fundur af þessu tagi fordæmalaus Fundurinn var haldinn að frumkvæði Pírata en þeir buðu stjórnarandstöðuflokkunum ásamt Viðreisn til samræðna um mögulegt stjórnarsamstarf áður en gengið yrði til kosninga. Í yfirlýsingu Pírata kom fram að tilgangurinn með fundinum væri að koma í veg fyrir að stjórnmálaflokkar myndu skýla sér á bakvið málamyndanir í stjórnarmyndunum. „Sú hefð hefur skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð eru einatt svikin eftir kosningar og bera menn fyrir sig „pólitískum ómöguleika“, eins og frægt er orðið. Hefðin er sú, að stjórnmálaflokkar sem mynda ríkisstjórnir á Íslandi skýla sér bakvið málamiðlanir í stjórnarmyndun. Þannig tekst þeim ítrekað að svíkja kjósendur sína,“ sögðu Píratar í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Ekki eru fordæmi fyrir að fundum stjórnarandstöðuflokka á borð við þann sem fram fór í morgun, í það minnsta hafa slíkar viðræður stjórnarandstöðuflokka fyrir kosningar aldrei farið fram fyrir opnum dyrum.Ákvarðanir ekki teknar fyrr en eftir kosningar Aðspurður hvort flokkarnir hefðu komist að niðurstöðu í viðræðunum í dag svarar Óttarr að svo sé ekki. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Þessi fundur var fyrst og fremst hluti af samtali og auðvitað að velta fyrir sér umbótum sem að þarf að gera í samfélaginu,“ segir Óttarr og þótt mögulegt samstarf hafi verið rætt verði vitaskuld engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir kosningar. Flokkarnir fjórir munu hittast aftur á fimmtudagsmorgun og ræða saman aftur. Viðreisn þáði ekki boð Pírata um viðræður fyrir kosningar en flokkurinn hélt þess í stað blaðamannafund fyrr í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál.Samstarf stjórnarandstöðuflokka við ríkisstjórnarflokka hæpiðPíratar, sem mælist næst stærsti flokkurinn hér á landi, opnaði möguleika á samstarfi við stjórnarandstöðuna og Viðreisn en bauð stjórnarflokkunum tveimur ekki að vera aðilar að viðræðunum. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur jafnframt lýst því yfir að flokkurinn hyggist ekki starfa með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn eftir kosningar. Óttarr Proppé telur ólíklegt að Björt Framtíð komi til með að starfa með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt.“ Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fullyrti jafnframt í samtali við Vísi að málefnastaða Samfylkingarinnar ætti lítið sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum. „Við höfum sagt það lengi að málefnastaða okkar og þeirra [ríkisstjórnarflokkanna] tveggja er með þeim hætti að miklu augljósara væri að við störfuðum með umbótaöflunum.“ Inntur eftir því hvort samstarf væri gjörsamlega útilokað svaraði Logi að Samfylkingin færi ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Við munum ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Við munum starfa með þeim að öllum góðum málum en ekki í meirihlutasamstarfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. 18. október 2016 11:54 Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Farið var yfir helstu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. 23. október 2016 15:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu í morgun um mögulegt samstarf flokkanna á næsta kjörtímabili. Fundurinn fór fram fyrir opnum dyrum á veitingastaðnum Lækjarbrekku og stóð til 12:30. Samkvæmt Ótarri Proppé, þingmanni Bjartrar Framtíðar, var tilgangur fundarins ekki endilega að reyna að komast að niðurstöðu um stjórnarmyndun heldur að kanna sameiginlegan snertiflöt flokkanna. „Fundurinn var fyrst og fremst til þess að fara yfir málin og skoða hvar áherslurnar liggja saman og hvar í sundur,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis.Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa unnið vel samanÓttarr sagði jafnframt að flokkarnir þekktust vel eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu sem er að líða. Því sé ekkert óeðlilegt að flokkarnir fundi sín á milli og beri saman bækur sínar. „Stjórnarandstaða á hverjum tíma er nú mjög oft í miklu samstarfi og það á við um þessa stjórnarandstöðu. Við höfum náttúrulega unnið saman og við erum með sameiginlegar áherslur í ákveðnum málum á þinginu,“ segir Óttarr og bætir við að flokkarnir hefðu til að mynda unnið saman að breytingatillögu við almannatryggingafrumvarp fyrir tveimur vikum. „Þessir flokkar hafa aldeilis talað saman og hist áður,“ segir Óttarr.Fundur af þessu tagi fordæmalaus Fundurinn var haldinn að frumkvæði Pírata en þeir buðu stjórnarandstöðuflokkunum ásamt Viðreisn til samræðna um mögulegt stjórnarsamstarf áður en gengið yrði til kosninga. Í yfirlýsingu Pírata kom fram að tilgangurinn með fundinum væri að koma í veg fyrir að stjórnmálaflokkar myndu skýla sér á bakvið málamyndanir í stjórnarmyndunum. „Sú hefð hefur skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð eru einatt svikin eftir kosningar og bera menn fyrir sig „pólitískum ómöguleika“, eins og frægt er orðið. Hefðin er sú, að stjórnmálaflokkar sem mynda ríkisstjórnir á Íslandi skýla sér bakvið málamiðlanir í stjórnarmyndun. Þannig tekst þeim ítrekað að svíkja kjósendur sína,“ sögðu Píratar í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Ekki eru fordæmi fyrir að fundum stjórnarandstöðuflokka á borð við þann sem fram fór í morgun, í það minnsta hafa slíkar viðræður stjórnarandstöðuflokka fyrir kosningar aldrei farið fram fyrir opnum dyrum.Ákvarðanir ekki teknar fyrr en eftir kosningar Aðspurður hvort flokkarnir hefðu komist að niðurstöðu í viðræðunum í dag svarar Óttarr að svo sé ekki. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Þessi fundur var fyrst og fremst hluti af samtali og auðvitað að velta fyrir sér umbótum sem að þarf að gera í samfélaginu,“ segir Óttarr og þótt mögulegt samstarf hafi verið rætt verði vitaskuld engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir kosningar. Flokkarnir fjórir munu hittast aftur á fimmtudagsmorgun og ræða saman aftur. Viðreisn þáði ekki boð Pírata um viðræður fyrir kosningar en flokkurinn hélt þess í stað blaðamannafund fyrr í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál.Samstarf stjórnarandstöðuflokka við ríkisstjórnarflokka hæpiðPíratar, sem mælist næst stærsti flokkurinn hér á landi, opnaði möguleika á samstarfi við stjórnarandstöðuna og Viðreisn en bauð stjórnarflokkunum tveimur ekki að vera aðilar að viðræðunum. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur jafnframt lýst því yfir að flokkurinn hyggist ekki starfa með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn eftir kosningar. Óttarr Proppé telur ólíklegt að Björt Framtíð komi til með að starfa með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt.“ Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fullyrti jafnframt í samtali við Vísi að málefnastaða Samfylkingarinnar ætti lítið sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum. „Við höfum sagt það lengi að málefnastaða okkar og þeirra [ríkisstjórnarflokkanna] tveggja er með þeim hætti að miklu augljósara væri að við störfuðum með umbótaöflunum.“ Inntur eftir því hvort samstarf væri gjörsamlega útilokað svaraði Logi að Samfylkingin færi ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Við munum ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Við munum starfa með þeim að öllum góðum málum en ekki í meirihlutasamstarfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. 18. október 2016 11:54 Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Farið var yfir helstu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. 23. október 2016 15:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00
Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. 18. október 2016 11:54
Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Farið var yfir helstu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. 23. október 2016 15:52