Íslenskur aðstoðarforstjóri Time Warner: Trump finnst samruninn ekki góð hugmynd Hafliði Helgaon skrifar 24. október 2016 07:00 AT&T kaupir Time Warner fyrir 13 þúsund milljarða króna. Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner, mun áfram starfa fyrir samsteypuna. vísir/epa Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T og Time Warner hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á því síðarnefnda. Heildarvirði Time Warner í þessum viðskiptum er 110 milljarðar dollara eða tæplega 13 þúsund milljarðar króna. Samkvæmt samningnum er virði eiginfjár Time Warner 85 milljarðar dollara eða um tíu þúsund milljarðar króna. Þetta eru stærstu viðskipti ársins ef af verður, en þau eru háð samþykki stjórnvalda í Bandaríkjunum Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner, segir þessi viðskipti í takti við breytingar á neysluvenjum í fjölmiðlun og afþreyingariðnaði. „Við sjáum breytingarnar á því hvernig fólk nálgast efni og það kallar á að sníða þjónustu að þörfum hvers og eins,“ segir Ólafur Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Sambærileg þróun er annars staðar og er skemmst að minnast viðræðna Vodafone við 365 um kaup á hluta af starfsemi 365. Ólafur Jóhann segir fyrirséð að fólk muni nálgast sjónvarpsefni og kvikmyndir á mun fjölbreyttari hátt en áður.Ólafur Jóhann Ólafsson segir stjórnendur Time Warner vilja stuðla að því að sameining við AT&T gangi vel.mynd/pétur már ólafssonGóð viðskipti fyrir hluthafa Ólafur segir AT&T ekki einungis stærsta í dreifingu sjónvarps í Bandaríkjunum, heldur einnig í breiðbandi og farsímaþjónustu. Ólafur Jóhann, sem er ábyrgur fyrir stefnu og fjárfestingum Time Warner á alþjóðavísu, segir fyrirtækið hafa unnið að því að koma efni beint til neytenda. „Hér er verið að sameina stærsta dreifingarfyrirtækið og það sem við viljum meina að sé öflugasta fjölmiðlunarfyrirtækið.“ Meðal fyrirtækja sem heyra undir Time Warner eru fréttaveitan CNN, sjónvarpsstöðin og framleiðslufyrirtækið HBO og kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. Ólafur Jóhann segir ekki margar efnisveitur í heiminum bjóða upp á jafn mikið af gæðamyndefni. „Það hefur verið stefna okkar undanfarin ár að fjárfesta í gæðum í framleiðslu efnis og með því laða til okkar sköpunarkraft sem fylgir mesta hæfileikafólkinu.“ Verð á hlut er 107,5 dollarar en bréfin stóðu í 79 dollurum þegar tilkynnt var um að fyrirtækin stefndu að sameiningu. „Þetta eru afskaplega góð viðskipti fyrir hluthafa okkar og við vinnum fyrir þá,“ segir Ólafur Jóhann og bendir á að fyrirtæki af þessari stærðargráðu séu í mjög dreifðri eign sjóða og einstaklinga. Um er að ræða yfirtöku AT&T á Time Warner, en Ólafur Jóhann segir að hann reikni ekki með breytingum á sínum högum í kjölfarið. „Ég get upplýst það að ég hef skuldbundið mig til þess að vera áfram, en hvað það þýðir í árum er of snemmt að segja. Það er vilji okkar megin að þetta gangi vel og stjórnendur einhuga um að leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði.“ Samruni félaganna er háður samþykki yfirvalda og reiknar Ólafur Jóhann með því að það muni taka nokkurn tíma að ganga endanlega frá samrunanum. Reiknað er með því að það geti tekið út næsta ár. Efasemdir hafa verið um slíka samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, en Ólafur Jóhann segir að það sé mikilvægt fyrir lýðræðið að til séu öflugir, sjálfstæðir og faglegir fjölmiðlar eins og CNN, þar sem mikið sé af fréttaefni á netinu sem ekki lúti slíkri faglegri stjórn. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þennan samruna er Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, en hann telur á sig hallað í fjölmiðlum. „Donald Trump var ekki hrifinn, svona ef einhver þarf staðfestingu á því að þetta sé góð hugmynd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaup AT&T á Time Warner staðfest Fjarskiptafyrirtækið kaupir Warner á tæplega tíu þúsund milljarða króna. 23. október 2016 10:27 AT&T í viðræðum um að kaupa Time Warner á 9.200 milljarða Salan gæti verið samþykkt nú um helgina. 22. október 2016 18:38 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T og Time Warner hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á því síðarnefnda. Heildarvirði Time Warner í þessum viðskiptum er 110 milljarðar dollara eða tæplega 13 þúsund milljarðar króna. Samkvæmt samningnum er virði eiginfjár Time Warner 85 milljarðar dollara eða um tíu þúsund milljarðar króna. Þetta eru stærstu viðskipti ársins ef af verður, en þau eru háð samþykki stjórnvalda í Bandaríkjunum Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner, segir þessi viðskipti í takti við breytingar á neysluvenjum í fjölmiðlun og afþreyingariðnaði. „Við sjáum breytingarnar á því hvernig fólk nálgast efni og það kallar á að sníða þjónustu að þörfum hvers og eins,“ segir Ólafur Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Sambærileg þróun er annars staðar og er skemmst að minnast viðræðna Vodafone við 365 um kaup á hluta af starfsemi 365. Ólafur Jóhann segir fyrirséð að fólk muni nálgast sjónvarpsefni og kvikmyndir á mun fjölbreyttari hátt en áður.Ólafur Jóhann Ólafsson segir stjórnendur Time Warner vilja stuðla að því að sameining við AT&T gangi vel.mynd/pétur már ólafssonGóð viðskipti fyrir hluthafa Ólafur segir AT&T ekki einungis stærsta í dreifingu sjónvarps í Bandaríkjunum, heldur einnig í breiðbandi og farsímaþjónustu. Ólafur Jóhann, sem er ábyrgur fyrir stefnu og fjárfestingum Time Warner á alþjóðavísu, segir fyrirtækið hafa unnið að því að koma efni beint til neytenda. „Hér er verið að sameina stærsta dreifingarfyrirtækið og það sem við viljum meina að sé öflugasta fjölmiðlunarfyrirtækið.“ Meðal fyrirtækja sem heyra undir Time Warner eru fréttaveitan CNN, sjónvarpsstöðin og framleiðslufyrirtækið HBO og kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. Ólafur Jóhann segir ekki margar efnisveitur í heiminum bjóða upp á jafn mikið af gæðamyndefni. „Það hefur verið stefna okkar undanfarin ár að fjárfesta í gæðum í framleiðslu efnis og með því laða til okkar sköpunarkraft sem fylgir mesta hæfileikafólkinu.“ Verð á hlut er 107,5 dollarar en bréfin stóðu í 79 dollurum þegar tilkynnt var um að fyrirtækin stefndu að sameiningu. „Þetta eru afskaplega góð viðskipti fyrir hluthafa okkar og við vinnum fyrir þá,“ segir Ólafur Jóhann og bendir á að fyrirtæki af þessari stærðargráðu séu í mjög dreifðri eign sjóða og einstaklinga. Um er að ræða yfirtöku AT&T á Time Warner, en Ólafur Jóhann segir að hann reikni ekki með breytingum á sínum högum í kjölfarið. „Ég get upplýst það að ég hef skuldbundið mig til þess að vera áfram, en hvað það þýðir í árum er of snemmt að segja. Það er vilji okkar megin að þetta gangi vel og stjórnendur einhuga um að leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði.“ Samruni félaganna er háður samþykki yfirvalda og reiknar Ólafur Jóhann með því að það muni taka nokkurn tíma að ganga endanlega frá samrunanum. Reiknað er með því að það geti tekið út næsta ár. Efasemdir hafa verið um slíka samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, en Ólafur Jóhann segir að það sé mikilvægt fyrir lýðræðið að til séu öflugir, sjálfstæðir og faglegir fjölmiðlar eins og CNN, þar sem mikið sé af fréttaefni á netinu sem ekki lúti slíkri faglegri stjórn. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þennan samruna er Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, en hann telur á sig hallað í fjölmiðlum. „Donald Trump var ekki hrifinn, svona ef einhver þarf staðfestingu á því að þetta sé góð hugmynd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaup AT&T á Time Warner staðfest Fjarskiptafyrirtækið kaupir Warner á tæplega tíu þúsund milljarða króna. 23. október 2016 10:27 AT&T í viðræðum um að kaupa Time Warner á 9.200 milljarða Salan gæti verið samþykkt nú um helgina. 22. október 2016 18:38 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kaup AT&T á Time Warner staðfest Fjarskiptafyrirtækið kaupir Warner á tæplega tíu þúsund milljarða króna. 23. október 2016 10:27
AT&T í viðræðum um að kaupa Time Warner á 9.200 milljarða Salan gæti verið samþykkt nú um helgina. 22. október 2016 18:38