Sigmundur Davíð fann knattspyrnugoðsögnina sem „afvopnaði tvo menn með kíttisspaða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 16:15 Mark Duffield og Jón Óskar. Mynd/Sigmundur Davíð Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Innlent Áslaug um fartölvuna: „Það er alltaf reynt að gera stórmál úr svona hlutum“ Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Innlent Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Innlent Þrír fluttir á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur við álverið Innlent Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp Innlent Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi Innlent Fleiri fréttir Verkfall kennara skollið á „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Verkfall lækna gæti hafist 18. nóvember Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Aldrei gott að toppa of snemma“ Fer í leyfi sem formaður VR Heimsókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll „Það var annað hvort þetta eða vændi“ Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Inga Sæland ætlar með Flokk fólksins upp í fimmtán prósent Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Glóðvolg Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Bylgjunnar Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ Sjá meira
Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Innlent Áslaug um fartölvuna: „Það er alltaf reynt að gera stórmál úr svona hlutum“ Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Innlent Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Innlent Þrír fluttir á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur við álverið Innlent Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp Innlent Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi Innlent Fleiri fréttir Verkfall kennara skollið á „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Verkfall lækna gæti hafist 18. nóvember Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Aldrei gott að toppa of snemma“ Fer í leyfi sem formaður VR Heimsókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll „Það var annað hvort þetta eða vændi“ Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Inga Sæland ætlar með Flokk fólksins upp í fimmtán prósent Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Glóðvolg Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Bylgjunnar Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ Sjá meira
Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45