Sigmundur Davíð fann knattspyrnugoðsögnina sem „afvopnaði tvo menn með kíttisspaða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 16:15 Mark Duffield og Jón Óskar. Mynd/Sigmundur Davíð Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45