Skólameistari hefur áhyggjur af nemendunum í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. vísir/pjetur Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent