Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Ritstjórn skrifar 25. október 2016 08:45 Næstkomandi laugardag eru alþingiskosningar og það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að nýta kosningarétt sinn. En hvað ræður úrslitum þegar kemur að því að úthluta hinu dýrmæta atkvæði, hefur kannski líkamlegt atgervi og fataval meira að segja en við höldum þegar kemur að stjórnmálum?Í októberblaði Glamour er fjallað um hvort fötin virkilega skapa manninn þar sem birt er niðurstaða hver kjósendum finnst best klæddi frambjóðandinn í ár? Það er kannski ekki við hæfi að nefna tísku og stjórnmál í sömu setningu. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og stefnumótun sem snýr að því hvernig samfélagi við viljum búa í. Það vill enginn að kosningar breytist í vinsældakosningu þar sem útlitið ræður för. En hefur fatnaður stjórnmálamanna meiri þýðingu en við gerum okkur grein fyrir? Getur réttur klæðaburður á réttu manneskjunni á rétta tímapunktinum skilað viðkomandi úrslitaatkvæði á ögurstundu? Það er gömul saga og ný að við mannfólkið tjáum okkur oftar en ekki í gegnum klæðaburð og er engin undantekning á því á hinu pólitíska sviði. Stjórnmálamenn af báðum kynjum hafa í áranna rás notað fatnað til að lýsa gildum sínum og koma þeim á framfæri við kjósendur. Kosningabarátta er auðvitað ekkert annað en langt umsóknarferli þar sem kjósendur eru að máta fólk inn í störfin, virðuleg hlutverk í þjóðfélaginu. Fatavalið er því oftar en ekki útpælt í heimi stjórnmálanna. Skoðum nokkur dæmi.Madeleine AlbrightMynd/ AFP.Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti til dæmis risastórt safn af nælum sem hún notaði til að koma ósögðum skilaboðum á framfæri. Árið 2009 gaf hún út bókina Read My Pins þar sem kom fram að Albright valdi gaumgæfilega hvaða nælu hún setti í barminn eftir því hvern hún hitti og í hvernig skapi hún var. Til dæmis þegar hún hitti umdeilda leiðtoga eins og Yasser Arafat eða Saddam Hussein þar sem hún gat ekki endilega sagt allt sem hún vildi. „Ég hef alltaf verið hrifin af skartgripum og mér fannst þetta vera skemmtileg leið til að tjá mig. Ég keypti mér nælur sem mér fannst eiga vel við þá hugmyndafræði sem flokkurinn stóð fyrir. Á vondum dögum var ég með snáka eða skordýr en á góðum dögum urðu yfirleitt blóm fyrir valinu.“ Konur þurfa yfirleitt að passa sig meira þegar kemur að fatavali. Þær eru dæmdar harðar fyrir það hverju þær klæðast á meðan val karlanna er auðveldara. Konur eiga að vera góðlegar og sjarmerandi en karlarnir staðfastir og ákveðnir. Þetta er þó eitthvað að breytast. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur til dæmis tekið ástfóstri við buxnadragtir í ýmsum litum á meðan Angela Merkel Þýskalandskanslari er þekkt fyrir pilsdragtirnar sínar þar sem hún notar litríka jakka, mögulega er það til að koma einhverjum skilaboðum á framfæri. Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur vakið athygli fyrir skrautlegan og óhefðbundinn skóbúnað en hún er einnig talin vera mjög smekkleg í klæðaburði. Hælaskór með hlébarðamunstri og glansandi stígvél sem stela oft athyglinni verða fyrir valinu en tískuspekúlantar vilja meina að með þessu skóvali sé May að koma því á framfæri að hún sé sjálfsörugg kona sem veit hvað hún vill.Hillary Clinton og Donald Trump í kappræðum.Glamour/GettyÞó að sumum þyki jakkaföt ef til vill einhæfur klæðnaður þá geta karlar líka notað fatnað til að koma skilaboðum á framfæri. Eins og annað forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump. Margur hefði haldið að maður með allan þennan auð á milli handanna myndi klæðast klæðskerasaumuðum jakkafötum (hann er alltaf í jakkafötum) úr gæðaefnum en svo er ekki. Trump klæðist ávallt aðeins of stórum jakkafötum, með bindi sem nær fram yfir beltisstrenginn, eitthvað sem í tískubókum þykir ekkert sérstaklega smart. Því hefur verið fleygt að þetta fataval Trumps sé með vilja gert, til að gera Trump alþýðlegri með það fyrir sjónum að fleiri kjósendur nái að tengja við hann. Það virðist vera að virka enda er hann sem frambjóðandi að ná til ólíkra hópa kjósenda vestanhafs. „Fólk les meira í föt hjá konum en körlum enda auðveldara valið hjá þeim. Þeir fara bara í jakkafötin sem eru þeirra einkennisbúningur. Konur þurfa þar af leiðandi að leggja meiri hugsun í klæðavalið en karlar. Þær þurfa að leitast við að vera snyrtilegar en þó ekki of fínar til að fá ekki á sig puntudúkkustimpil.“ Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um mikilvægi klæðaburðar fyrir stjórnmálamenn. Stefanía segir að þeir sem bjóði sig fram sem fulltrúar annarra þurfi að leitast við að vera besta útgáfan af hópnum sem þeir vilja fara fyrir. „Það má oft greina mun á milli hópa hvað varðar klæðaburð. Fólk í viðskiptum klæðir sig til dæmis aðeins öðruvísi en listamenn eða kennarar. Því er það sjálfsagt ekki klókt að klæðast mjög dýrum hátískufötum vilji maður vera fulltrúi verkalýðsins eða eins og pönkari vilji maður fara fyrir íhaldssömum hópi fólks. Þá verður einnig að passa að fötin séu ekki það áberandi að þau verði aðalatriðið. Það hefur sýnt sig að það að taka of mikla áhættu í klæðaburði og hársnyrtingu getur komið í bakið á stjórnmálamönnum. Sérstaklega verða konur að passa að vera hvorki of uppstrílaðar né of hversdagslegar. Meðalvegurinn getur þó verið vandrataður eins og stjórnmálakonur í gegnum tíðina hafa komist að raun um því nálarauga kjósenda getur verið ansi þröngt.“ Stefanía bendir á að fólk virðist draga miklar ályktanir um hæfni og innri mann einstaklinga af klæðaburði og líkamlegum einkennum þeirra, til dæmis hæð, rödd, hári, andlitsdráttum og líkamsburði. „Það hefur til dæmis sýnt sig í Bandaríkjunum að hávaxnir karlar með fallegt hár eru líklegri til að fá góða kosningu en til dæmis þeir sem eru sköllóttir og lægri vexti. Þá má líka til gamans nefna könnun sem gerð var meðal svissneskra leikskólabarna þar sem myndum af frambjóðendum í Frakklandi var stillt upp fyrir framan krakkana og þeir voru beðnir um að velja þann sem þeir treystu best til að stýra skipi í vondu veðri í höfn. Á daginn kom að val barnanna fór mjög nærri úrslitum kosninga í Frakklandi. Börnin þekktu auðvitað ekkert til frambjóðendanna né fyrir hvað þeir stóðu. Mat þeirra byggði eingöngu á útliti einstaklinganna. Margar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þessa sama.“Með þetta í huga er forvitnilegt að skoða hvaða frambjóðandi bar af í klæðaburði að mati kjósenda en Glamour ákvað að kanna hvort þjóðin hefði einhverja skoðun á klæðaburði frambjóðenda og setti því spurningu inn í könnun sem var gerð fyrir hönd fréttastofu 365 dagana 6. og 7. september síðastliðinn. Spurt var: Hver er best klæddi frambjóðandi Íslands? Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en tveir karlar tróna á toppnum. Sjáum hvað þeir hafa um málið að segja. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í kappræðum á RÚV.Vísir/ERnir1. sæti: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Kemur það þér á óvart að þú sért best klæddi frambjóðandinn? Ég held að öll svör við þessari spurningu yrðu eitthvað skrýtin. Næsta. Hversu mikið pælir þú í klæðaburði þínum dagsdaglega? Ekkert mjög mikið. Þetta gerist mest þegar maður kaupir föt og ég er frekar fyrirsjáanlegur í litavali þannig að það sem er í fataskápnum passar yfirleitt ágætlega saman. Blátt og brúnt er ráðandi.Spáir þú meira í hverju þú klæðist í kosningabaráttu en venjulega? Nei, í raun ekki. Það ræðst frekar af því sem ég er að gera þann daginn. Það er ekkert hægt að vera í jakkafötum við allar aðstæður.Heldur þú að klæðaburður stjórnmálamanna hafi áhrif á kjósendur? Ég vona að það sem þeir gera og segja skipti meira máli.Hvað finnst þér um reglur varðandi klæðaburð á Alþingi? Eru þær barn síns tíma? Mér finnst allt í lagi að hafa ákveðnar reglur um snyrtilegan klæðnað, rétt eins og mörg fyrirtæki hafa, en mér finnst líka að það verði að láta fólki dálítið eftir að meta hvað passi inn í þann ramma. Klæðaburður kvenna á þingi er mun fjölbreyttari en karla og ég held að þær hafi haft áhrif hvað það varðar, þannig að karlar vilji líka fá að stíga aðeins út fyrir hefðina. 2. sæti: Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar Kemur það þér á óvart að þú sért annar best klæddi frambjóðandinn á Íslandi? Það kemur ánægjulega á óvart. Hversu mikið pælir þú í klæðaburði þínum dagsdaglega? Dagsdaglega klæði ég mig eftir tilfinningu fyrir deginum og tilefni og þarf sjaldan að hugsa mig um. Hins vegar er ég mjög kröfuharður um hvaða föt eiga heima í fataskápnum mínum. Spáir þú meira í hverju þú klæðist í kosningabaráttu en venjulega? Nei, ég get ekki sagt það nema að þá fjölgar tilefnum þar sem maður þarf að ávarpa marga í einu og maður klæðir sig yfirleitt aðeins upp til þess að sýna fólki virðingu. Heldur þú að klæðaburður stjórnmálamanna hafi áhrif á kjósendur? Ekki spurning. Útlit er eins og andlit og hefur áhrif á upplifun fólks af manni. Hvað finnst þér um reglur varðandi klæðaburð á Alþingi? Eru þær barn síns tíma? Mér finnst sjálfsagt að Alþingi sé sýnd virðing með því að fólk klæði sig vel í þinghúsinu. Það er eiginlega svo sjálfsagt að það þarf varla reglur til. Svo er hitt að það að sýna virðingu með klæðaburði er hægt að gera á margvíslegan hátt eftir persónum og tilefnum.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/Ernir3. sæti: Katrín Jakobsdóttir, formaður VGKemur það þér á óvart að þú sért þriðji best klæddi frambjóðandinn á Íslandi? Já, get ekki sagt annað en að það komi ánægjulega á óvart. Hversu mikið pælir þú í klæðaburði þínum dagsdaglega? Það er sálarkvöl á hverjum morgni að finna hrein föt sem passa og yfirleitt endar þetta í einhverju mjög hefðbundnu.Spáir þú meira í hverju þú klæðist í kosningabaráttu en venjulega? Nei, ekki endilega en stundum þegar maður er alveg að bugast er gott að taka upp glimmerpeysu eða eitthvað hressilegt til að lyfta andanum.Heldur þú að klæðaburður stjórnmálamanna hafi áhrif á kjósendur? Já, vafalaust skiptir máli að fólk sé snyrtilega klætt en ég held nú ekki að fólk geri kröfur um að stjórnmálamenn séu stílfyrirmyndir!Hvað finnst þér um reglur varðandi klæðaburð á Alþingi? Eru þær barn síns tíma? Mér finnst sjálfsagt að ætlast til þess að fólk sé snyrtilegt í vinnunni. Sjálf hef ég verið send heim til að fara úr lopapeysu en ég hef komist upp með að mæta í ABBA-bol (forseti þingsins pírði augun og taldi að hann væri með blómamynstri) og converse-skóm við buxnadragt. Aðalatriðið er að fólk sé snyrtilegt.Þessi grein er hluti af stærri umfjöllun sem má lesa í heild sinni í októberblaði Glamour sem má finna í öllum helstu verslunum og í áskrift hér. *Könnunin var hluti af könnun fréttastofu 365 og gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Spurt var: Hver er best klæddi frambjóðandi Íslands? Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar nefndu langflestir, eða 36%, Bjarna Benediktsson, 15 prósent nefndu Óttar Proppé, 8 prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur. Donald Trump Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour 14 ráð í átt að umhverfisvænni lífstíl Glamour Milan Fashion Week: Stórir lokkar fyrir næsta sumar Glamour Britney Spears hélt upp á 35 ára afmælið með pompi og prakt Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour
Næstkomandi laugardag eru alþingiskosningar og það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að nýta kosningarétt sinn. En hvað ræður úrslitum þegar kemur að því að úthluta hinu dýrmæta atkvæði, hefur kannski líkamlegt atgervi og fataval meira að segja en við höldum þegar kemur að stjórnmálum?Í októberblaði Glamour er fjallað um hvort fötin virkilega skapa manninn þar sem birt er niðurstaða hver kjósendum finnst best klæddi frambjóðandinn í ár? Það er kannski ekki við hæfi að nefna tísku og stjórnmál í sömu setningu. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og stefnumótun sem snýr að því hvernig samfélagi við viljum búa í. Það vill enginn að kosningar breytist í vinsældakosningu þar sem útlitið ræður för. En hefur fatnaður stjórnmálamanna meiri þýðingu en við gerum okkur grein fyrir? Getur réttur klæðaburður á réttu manneskjunni á rétta tímapunktinum skilað viðkomandi úrslitaatkvæði á ögurstundu? Það er gömul saga og ný að við mannfólkið tjáum okkur oftar en ekki í gegnum klæðaburð og er engin undantekning á því á hinu pólitíska sviði. Stjórnmálamenn af báðum kynjum hafa í áranna rás notað fatnað til að lýsa gildum sínum og koma þeim á framfæri við kjósendur. Kosningabarátta er auðvitað ekkert annað en langt umsóknarferli þar sem kjósendur eru að máta fólk inn í störfin, virðuleg hlutverk í þjóðfélaginu. Fatavalið er því oftar en ekki útpælt í heimi stjórnmálanna. Skoðum nokkur dæmi.Madeleine AlbrightMynd/ AFP.Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti til dæmis risastórt safn af nælum sem hún notaði til að koma ósögðum skilaboðum á framfæri. Árið 2009 gaf hún út bókina Read My Pins þar sem kom fram að Albright valdi gaumgæfilega hvaða nælu hún setti í barminn eftir því hvern hún hitti og í hvernig skapi hún var. Til dæmis þegar hún hitti umdeilda leiðtoga eins og Yasser Arafat eða Saddam Hussein þar sem hún gat ekki endilega sagt allt sem hún vildi. „Ég hef alltaf verið hrifin af skartgripum og mér fannst þetta vera skemmtileg leið til að tjá mig. Ég keypti mér nælur sem mér fannst eiga vel við þá hugmyndafræði sem flokkurinn stóð fyrir. Á vondum dögum var ég með snáka eða skordýr en á góðum dögum urðu yfirleitt blóm fyrir valinu.“ Konur þurfa yfirleitt að passa sig meira þegar kemur að fatavali. Þær eru dæmdar harðar fyrir það hverju þær klæðast á meðan val karlanna er auðveldara. Konur eiga að vera góðlegar og sjarmerandi en karlarnir staðfastir og ákveðnir. Þetta er þó eitthvað að breytast. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur til dæmis tekið ástfóstri við buxnadragtir í ýmsum litum á meðan Angela Merkel Þýskalandskanslari er þekkt fyrir pilsdragtirnar sínar þar sem hún notar litríka jakka, mögulega er það til að koma einhverjum skilaboðum á framfæri. Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur vakið athygli fyrir skrautlegan og óhefðbundinn skóbúnað en hún er einnig talin vera mjög smekkleg í klæðaburði. Hælaskór með hlébarðamunstri og glansandi stígvél sem stela oft athyglinni verða fyrir valinu en tískuspekúlantar vilja meina að með þessu skóvali sé May að koma því á framfæri að hún sé sjálfsörugg kona sem veit hvað hún vill.Hillary Clinton og Donald Trump í kappræðum.Glamour/GettyÞó að sumum þyki jakkaföt ef til vill einhæfur klæðnaður þá geta karlar líka notað fatnað til að koma skilaboðum á framfæri. Eins og annað forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump. Margur hefði haldið að maður með allan þennan auð á milli handanna myndi klæðast klæðskerasaumuðum jakkafötum (hann er alltaf í jakkafötum) úr gæðaefnum en svo er ekki. Trump klæðist ávallt aðeins of stórum jakkafötum, með bindi sem nær fram yfir beltisstrenginn, eitthvað sem í tískubókum þykir ekkert sérstaklega smart. Því hefur verið fleygt að þetta fataval Trumps sé með vilja gert, til að gera Trump alþýðlegri með það fyrir sjónum að fleiri kjósendur nái að tengja við hann. Það virðist vera að virka enda er hann sem frambjóðandi að ná til ólíkra hópa kjósenda vestanhafs. „Fólk les meira í föt hjá konum en körlum enda auðveldara valið hjá þeim. Þeir fara bara í jakkafötin sem eru þeirra einkennisbúningur. Konur þurfa þar af leiðandi að leggja meiri hugsun í klæðavalið en karlar. Þær þurfa að leitast við að vera snyrtilegar en þó ekki of fínar til að fá ekki á sig puntudúkkustimpil.“ Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um mikilvægi klæðaburðar fyrir stjórnmálamenn. Stefanía segir að þeir sem bjóði sig fram sem fulltrúar annarra þurfi að leitast við að vera besta útgáfan af hópnum sem þeir vilja fara fyrir. „Það má oft greina mun á milli hópa hvað varðar klæðaburð. Fólk í viðskiptum klæðir sig til dæmis aðeins öðruvísi en listamenn eða kennarar. Því er það sjálfsagt ekki klókt að klæðast mjög dýrum hátískufötum vilji maður vera fulltrúi verkalýðsins eða eins og pönkari vilji maður fara fyrir íhaldssömum hópi fólks. Þá verður einnig að passa að fötin séu ekki það áberandi að þau verði aðalatriðið. Það hefur sýnt sig að það að taka of mikla áhættu í klæðaburði og hársnyrtingu getur komið í bakið á stjórnmálamönnum. Sérstaklega verða konur að passa að vera hvorki of uppstrílaðar né of hversdagslegar. Meðalvegurinn getur þó verið vandrataður eins og stjórnmálakonur í gegnum tíðina hafa komist að raun um því nálarauga kjósenda getur verið ansi þröngt.“ Stefanía bendir á að fólk virðist draga miklar ályktanir um hæfni og innri mann einstaklinga af klæðaburði og líkamlegum einkennum þeirra, til dæmis hæð, rödd, hári, andlitsdráttum og líkamsburði. „Það hefur til dæmis sýnt sig í Bandaríkjunum að hávaxnir karlar með fallegt hár eru líklegri til að fá góða kosningu en til dæmis þeir sem eru sköllóttir og lægri vexti. Þá má líka til gamans nefna könnun sem gerð var meðal svissneskra leikskólabarna þar sem myndum af frambjóðendum í Frakklandi var stillt upp fyrir framan krakkana og þeir voru beðnir um að velja þann sem þeir treystu best til að stýra skipi í vondu veðri í höfn. Á daginn kom að val barnanna fór mjög nærri úrslitum kosninga í Frakklandi. Börnin þekktu auðvitað ekkert til frambjóðendanna né fyrir hvað þeir stóðu. Mat þeirra byggði eingöngu á útliti einstaklinganna. Margar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þessa sama.“Með þetta í huga er forvitnilegt að skoða hvaða frambjóðandi bar af í klæðaburði að mati kjósenda en Glamour ákvað að kanna hvort þjóðin hefði einhverja skoðun á klæðaburði frambjóðenda og setti því spurningu inn í könnun sem var gerð fyrir hönd fréttastofu 365 dagana 6. og 7. september síðastliðinn. Spurt var: Hver er best klæddi frambjóðandi Íslands? Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en tveir karlar tróna á toppnum. Sjáum hvað þeir hafa um málið að segja. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í kappræðum á RÚV.Vísir/ERnir1. sæti: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Kemur það þér á óvart að þú sért best klæddi frambjóðandinn? Ég held að öll svör við þessari spurningu yrðu eitthvað skrýtin. Næsta. Hversu mikið pælir þú í klæðaburði þínum dagsdaglega? Ekkert mjög mikið. Þetta gerist mest þegar maður kaupir föt og ég er frekar fyrirsjáanlegur í litavali þannig að það sem er í fataskápnum passar yfirleitt ágætlega saman. Blátt og brúnt er ráðandi.Spáir þú meira í hverju þú klæðist í kosningabaráttu en venjulega? Nei, í raun ekki. Það ræðst frekar af því sem ég er að gera þann daginn. Það er ekkert hægt að vera í jakkafötum við allar aðstæður.Heldur þú að klæðaburður stjórnmálamanna hafi áhrif á kjósendur? Ég vona að það sem þeir gera og segja skipti meira máli.Hvað finnst þér um reglur varðandi klæðaburð á Alþingi? Eru þær barn síns tíma? Mér finnst allt í lagi að hafa ákveðnar reglur um snyrtilegan klæðnað, rétt eins og mörg fyrirtæki hafa, en mér finnst líka að það verði að láta fólki dálítið eftir að meta hvað passi inn í þann ramma. Klæðaburður kvenna á þingi er mun fjölbreyttari en karla og ég held að þær hafi haft áhrif hvað það varðar, þannig að karlar vilji líka fá að stíga aðeins út fyrir hefðina. 2. sæti: Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar Kemur það þér á óvart að þú sért annar best klæddi frambjóðandinn á Íslandi? Það kemur ánægjulega á óvart. Hversu mikið pælir þú í klæðaburði þínum dagsdaglega? Dagsdaglega klæði ég mig eftir tilfinningu fyrir deginum og tilefni og þarf sjaldan að hugsa mig um. Hins vegar er ég mjög kröfuharður um hvaða föt eiga heima í fataskápnum mínum. Spáir þú meira í hverju þú klæðist í kosningabaráttu en venjulega? Nei, ég get ekki sagt það nema að þá fjölgar tilefnum þar sem maður þarf að ávarpa marga í einu og maður klæðir sig yfirleitt aðeins upp til þess að sýna fólki virðingu. Heldur þú að klæðaburður stjórnmálamanna hafi áhrif á kjósendur? Ekki spurning. Útlit er eins og andlit og hefur áhrif á upplifun fólks af manni. Hvað finnst þér um reglur varðandi klæðaburð á Alþingi? Eru þær barn síns tíma? Mér finnst sjálfsagt að Alþingi sé sýnd virðing með því að fólk klæði sig vel í þinghúsinu. Það er eiginlega svo sjálfsagt að það þarf varla reglur til. Svo er hitt að það að sýna virðingu með klæðaburði er hægt að gera á margvíslegan hátt eftir persónum og tilefnum.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/Ernir3. sæti: Katrín Jakobsdóttir, formaður VGKemur það þér á óvart að þú sért þriðji best klæddi frambjóðandinn á Íslandi? Já, get ekki sagt annað en að það komi ánægjulega á óvart. Hversu mikið pælir þú í klæðaburði þínum dagsdaglega? Það er sálarkvöl á hverjum morgni að finna hrein föt sem passa og yfirleitt endar þetta í einhverju mjög hefðbundnu.Spáir þú meira í hverju þú klæðist í kosningabaráttu en venjulega? Nei, ekki endilega en stundum þegar maður er alveg að bugast er gott að taka upp glimmerpeysu eða eitthvað hressilegt til að lyfta andanum.Heldur þú að klæðaburður stjórnmálamanna hafi áhrif á kjósendur? Já, vafalaust skiptir máli að fólk sé snyrtilega klætt en ég held nú ekki að fólk geri kröfur um að stjórnmálamenn séu stílfyrirmyndir!Hvað finnst þér um reglur varðandi klæðaburð á Alþingi? Eru þær barn síns tíma? Mér finnst sjálfsagt að ætlast til þess að fólk sé snyrtilegt í vinnunni. Sjálf hef ég verið send heim til að fara úr lopapeysu en ég hef komist upp með að mæta í ABBA-bol (forseti þingsins pírði augun og taldi að hann væri með blómamynstri) og converse-skóm við buxnadragt. Aðalatriðið er að fólk sé snyrtilegt.Þessi grein er hluti af stærri umfjöllun sem má lesa í heild sinni í októberblaði Glamour sem má finna í öllum helstu verslunum og í áskrift hér. *Könnunin var hluti af könnun fréttastofu 365 og gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Spurt var: Hver er best klæddi frambjóðandi Íslands? Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar nefndu langflestir, eða 36%, Bjarna Benediktsson, 15 prósent nefndu Óttar Proppé, 8 prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur.
Donald Trump Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour 14 ráð í átt að umhverfisvænni lífstíl Glamour Milan Fashion Week: Stórir lokkar fyrir næsta sumar Glamour Britney Spears hélt upp á 35 ára afmælið með pompi og prakt Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour