Sjúkraþjálfun styrkir heilsugæsluna Unnur Pétursdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun