Dögun vill stjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2016 15:20 Dögun fer meðal annars fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Mynd/Dögun Dögun hefur lýst yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Sjávarútvegsráðuneyti. Þá fara þau einnig fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun. Meðfylgjandi tilkynningunni er einnig drög að stjórnarsáttmála sem má lesa hér fyrir neðan.Ríkisstjórnin leggur áherslu á:Aðskilnaður ríkis og spillingar.Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins. Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð. Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim. Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.Skattaumhverfi / Skattaundanskot.Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.Sala og meðferð ríkiseignaKomi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna. Kosningar 2016 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Dögun hefur lýst yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Sjávarútvegsráðuneyti. Þá fara þau einnig fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun. Meðfylgjandi tilkynningunni er einnig drög að stjórnarsáttmála sem má lesa hér fyrir neðan.Ríkisstjórnin leggur áherslu á:Aðskilnaður ríkis og spillingar.Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins. Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð. Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim. Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.Skattaumhverfi / Skattaundanskot.Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.Sala og meðferð ríkiseignaKomi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna.
Kosningar 2016 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira