Inga Sæland segir öfund og rætni ráða nýjasta útspili ÍÞ Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 16:10 Helgi segir að fundir hafi verið haldnir um samstarf ÍÞ og Flokks fólksins en Inga Sæland gefur lítið fyrir það útspil sem hún telur vera sprottið af öfund og rætni. Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, fullyrðir að farið hafi fram fundir að undirlagi Ingu Sæland og Halldórs í Holti, forsvarsmanna Flokks fólksins þar sem lagðar voru fram hugmyndir um einskonar samruna þessara flokka auk Nýs afls. Hugmyndirnar hafi í raun gengið út á að svíkja fé úr ríkissjóði; framlag ríkissjóðs til flokka sem ná yfir tilskilið prósentuhlutfall í kosningum. „Ef ég hefði ekki verið nýbúin að pissa þegar ég sá þetta, þá hefði ég pissað á mig af hlátri. Svona gæi. Hann er með þessu útspili að sýna sitt innsta eðli. Ég er gersamlega orðlaus,“ segir Inga í samtali við Vísi þegar málið er borið undir hana.Fjárframlagi skipt eftir kosningar Helgi lýsir fundum þar sem fram voru lagðar hugmyndir um samstarf flokkanna á Facebook-síðu Þjóðfylkingarinnar. Hann birtir þar jafnframt samningsdrög sem voru fyrirliggjandi. Segir Helgi þetta hafi verið tilraun til að blekkja kjósendur og ná út fé úr ríkissjóði. Í tillögu að samstarfssamningi, sem Inga og Halldór lögðu fram að sögn Helga, segir að: „Stjórnir eða trúnaðarráð 7 félög Þjóðfylkingar, Flokks Fólksins og Nýs afls samþykkja að ganga til kosningabandalags fyrir næstu kosningar með nýju nafni Þjóðfylkingarinnar og listabókstaf ásamt stefnuskrá, sem verði samræmd stefnum allra flokkanna“. Í lið 7 segir: „Að loknum kosningum er fjárframlagi ríkisins til framboðsins skipt jafn milli flokkanna, eftir að kostnaður hafi verið greiddur.“Siðlaus samningurJafnframt segir að samningurinn gildi fram að stjórnarmyndun ríkisstjórnarinnar. „Eftir það slíta flokkarnir þessu samstarfi. Hafi samstarfið skilað þingmönnum inn á þing, segja viðkomandi þingmenn sig úr Þjóðfylkingunni. Þessir þingmenn verða þá þingmenn þeirra flokka, sem þeir eru tilnefndir af. Þeir sem voru ásamt þeim, á viðkomandi lista frá flokkunum, segja sig úr þeim.“ Helgi vitnar í Jens G. Jensson sem sat fyrsta fund vegna þessara hugmynda sem segist efast um að samningurinn geti verið löglegur, hann sé að minnsta kosti siðlaus. „Ég lýsti þegar í stað efasemdum, þar sem okkar skilmálar fyrir samruna voru að FF yrði lagt niður, meðlimir FF myndu ganga í ÍÞ, Inga Sæland gæti valið sér oddvitasæti í Reykjavík. öðrum frambjóðendum FF yrði fléttað inn á lista ÍÞ og stefna FF í velferðarmálum yrði gerð að stefnu ÍÞ,“ segir Helgi í yfirlýsingu sem finna má á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar. Og bætir við: „Andstæðingar ÍÞ bera út sögusagnir og rógburð um þessar viðræður um samruna hafi strandað á ÍÞ, en hér eru staðreyndirnar lagðar á borðið.Helgi birti mynd af samningsdrögum milli Þjóðfylkingar, Flokks fólksins og Nýs afls í Facebookhópi ÍÞ og gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum.Það er fyrir neðan mína virðingu sem formanns stjórnmálaflokks að vera viðriðin slíkan gjörning.“Inga áheyrnarfulltrúi að enguInga á vart orð í eigu sinni vegna málsins. Hún segir enga lygi að í byrjun, þegar hún var að stofna flokkinn, hafi verið háværar raddir uppi um að reyna að sameina krafta minni flokkanna. Og þá þannig að atkvæði greidd þeim færu ekki forgörðum. „Ég er ekki ekki pólitíkus. Er blaut bak við bæði eyrun. Halldór kom með þetta, hvort mér þætti ekki ástæða til að skoða þetta? Mér hugnaðist aldrei að tala við Íslensku þjóðfylkinguna. Ég var áheyrnarfulltrúi. Áheyrnarfulltrúi að engu. Því þetta voru engar viðræður heldur spjall um ekki neitt. Þegar þetta var þá var Halldór í Holti ekki einu sinni í flokknum,“ segir Inga sem veit ekkert hvaðan þessi samningsdrög eru komin. Og þau sýni í raun hvorki eitt né neitt, enda engin undirritun eða neitt á plagginu, sem hún kallar svo.Rætin öfund sögð ráða þessu útspiliInga segist ekki muna hvenær þetta var. „Þá var ég ekki búin að koma fram í sjónvarpinu og fólk áttaði sig kannski ekki á því að ég hafði rödd sem fólk vildi hlusta á. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Helgi var einn að spjalla um ekki neitt, hann segir ekkert nema fátt sem er þá einungis til að upplýsa um sitt innsta eðli. Þarna ræður rætin öfund og ótrúlegt að nokkur maður skuli leggjast eins lágt útaf nákvæmlega engu,“ segir Inga um frásögn formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar. „Þeir eru að bjóða fram í tveimur kjördæmum og eina markmiðið, ef hann hefur einhverja hugsjón, er að eyðileggja fyrir okkur sem viljum vinna að almannahag. Hvernig dettur honum í hug að koma svona fram? Ég vildi gjarnan ræða þetta við hann í sjónvarpi og verka hann til.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins. 21. október 2016 15:49 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, fullyrðir að farið hafi fram fundir að undirlagi Ingu Sæland og Halldórs í Holti, forsvarsmanna Flokks fólksins þar sem lagðar voru fram hugmyndir um einskonar samruna þessara flokka auk Nýs afls. Hugmyndirnar hafi í raun gengið út á að svíkja fé úr ríkissjóði; framlag ríkissjóðs til flokka sem ná yfir tilskilið prósentuhlutfall í kosningum. „Ef ég hefði ekki verið nýbúin að pissa þegar ég sá þetta, þá hefði ég pissað á mig af hlátri. Svona gæi. Hann er með þessu útspili að sýna sitt innsta eðli. Ég er gersamlega orðlaus,“ segir Inga í samtali við Vísi þegar málið er borið undir hana.Fjárframlagi skipt eftir kosningar Helgi lýsir fundum þar sem fram voru lagðar hugmyndir um samstarf flokkanna á Facebook-síðu Þjóðfylkingarinnar. Hann birtir þar jafnframt samningsdrög sem voru fyrirliggjandi. Segir Helgi þetta hafi verið tilraun til að blekkja kjósendur og ná út fé úr ríkissjóði. Í tillögu að samstarfssamningi, sem Inga og Halldór lögðu fram að sögn Helga, segir að: „Stjórnir eða trúnaðarráð 7 félög Þjóðfylkingar, Flokks Fólksins og Nýs afls samþykkja að ganga til kosningabandalags fyrir næstu kosningar með nýju nafni Þjóðfylkingarinnar og listabókstaf ásamt stefnuskrá, sem verði samræmd stefnum allra flokkanna“. Í lið 7 segir: „Að loknum kosningum er fjárframlagi ríkisins til framboðsins skipt jafn milli flokkanna, eftir að kostnaður hafi verið greiddur.“Siðlaus samningurJafnframt segir að samningurinn gildi fram að stjórnarmyndun ríkisstjórnarinnar. „Eftir það slíta flokkarnir þessu samstarfi. Hafi samstarfið skilað þingmönnum inn á þing, segja viðkomandi þingmenn sig úr Þjóðfylkingunni. Þessir þingmenn verða þá þingmenn þeirra flokka, sem þeir eru tilnefndir af. Þeir sem voru ásamt þeim, á viðkomandi lista frá flokkunum, segja sig úr þeim.“ Helgi vitnar í Jens G. Jensson sem sat fyrsta fund vegna þessara hugmynda sem segist efast um að samningurinn geti verið löglegur, hann sé að minnsta kosti siðlaus. „Ég lýsti þegar í stað efasemdum, þar sem okkar skilmálar fyrir samruna voru að FF yrði lagt niður, meðlimir FF myndu ganga í ÍÞ, Inga Sæland gæti valið sér oddvitasæti í Reykjavík. öðrum frambjóðendum FF yrði fléttað inn á lista ÍÞ og stefna FF í velferðarmálum yrði gerð að stefnu ÍÞ,“ segir Helgi í yfirlýsingu sem finna má á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar. Og bætir við: „Andstæðingar ÍÞ bera út sögusagnir og rógburð um þessar viðræður um samruna hafi strandað á ÍÞ, en hér eru staðreyndirnar lagðar á borðið.Helgi birti mynd af samningsdrögum milli Þjóðfylkingar, Flokks fólksins og Nýs afls í Facebookhópi ÍÞ og gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum.Það er fyrir neðan mína virðingu sem formanns stjórnmálaflokks að vera viðriðin slíkan gjörning.“Inga áheyrnarfulltrúi að enguInga á vart orð í eigu sinni vegna málsins. Hún segir enga lygi að í byrjun, þegar hún var að stofna flokkinn, hafi verið háværar raddir uppi um að reyna að sameina krafta minni flokkanna. Og þá þannig að atkvæði greidd þeim færu ekki forgörðum. „Ég er ekki ekki pólitíkus. Er blaut bak við bæði eyrun. Halldór kom með þetta, hvort mér þætti ekki ástæða til að skoða þetta? Mér hugnaðist aldrei að tala við Íslensku þjóðfylkinguna. Ég var áheyrnarfulltrúi. Áheyrnarfulltrúi að engu. Því þetta voru engar viðræður heldur spjall um ekki neitt. Þegar þetta var þá var Halldór í Holti ekki einu sinni í flokknum,“ segir Inga sem veit ekkert hvaðan þessi samningsdrög eru komin. Og þau sýni í raun hvorki eitt né neitt, enda engin undirritun eða neitt á plagginu, sem hún kallar svo.Rætin öfund sögð ráða þessu útspiliInga segist ekki muna hvenær þetta var. „Þá var ég ekki búin að koma fram í sjónvarpinu og fólk áttaði sig kannski ekki á því að ég hafði rödd sem fólk vildi hlusta á. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Helgi var einn að spjalla um ekki neitt, hann segir ekkert nema fátt sem er þá einungis til að upplýsa um sitt innsta eðli. Þarna ræður rætin öfund og ótrúlegt að nokkur maður skuli leggjast eins lágt útaf nákvæmlega engu,“ segir Inga um frásögn formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar. „Þeir eru að bjóða fram í tveimur kjördæmum og eina markmiðið, ef hann hefur einhverja hugsjón, er að eyðileggja fyrir okkur sem viljum vinna að almannahag. Hvernig dettur honum í hug að koma svona fram? Ég vildi gjarnan ræða þetta við hann í sjónvarpi og verka hann til.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins. 21. október 2016 15:49 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins. 21. október 2016 15:49