Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/eyþór Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent