Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2016 21:45 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 10 mörk. Vísir/Anton Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. Þetta var áttundi sigur Mosfellinga í röð en þeir hafa verið óstöðvandi í upphafi tímabils þrátt fyrir að lykilmenn vanti í liðið vegna meiðsla. Valsmenn spiluðu mjög öfluga vörn í fyrri hálfleik og heimamenn komust lítt áleiðis, sama hvort þeir voru sex eða sjö í sókninni. Hlynur Morthens var svo frábær í markinu, varði fyrstu fjögur skot Mosfellinga og skoraði sjálfur fyrsta mark Vals sem leiddi allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikur Aftureldingar var stirður og öll ábyrgðin lá á herðum Árna Braga Eyjólfssonar og Elvars Ásgeirssonar. Til marks um það skoruðu þeir níu af 10 mörkum heimamanna í fyrri hálfleik. Aftur á móti skoruðu níu leikmenn 13 mörk Vals í fyrri hálfleik. Valur leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 10-13, og skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik. Þá kviknaði á leikmönnum Aftureldingar, og þá sérstaklega á Elvari sem skoraði þrjú mörk í röð. Hann jafnaði svo metin í 15-15 þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Síðustu 20 mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi. Valsmenn komust tvisvar sinnum tveimur mörkum yfir á lokakaflanum en tókst ekki að slíta sig frá heimamönnum sem spiluðu af skynsemi. Sölvi Ólafsson átti góða innkomu í mark Aftureldingar og Guðni Már Kristinsson létti undir með Elvari og Árna Braga í sókninni. Sá síðastnefndi kom Aftureldingu yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-22, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Og Mosfellingar létu það forskot ekki af hendi, héldu haus á lokamínútunum og lönduðu sigrinum. Lokatölur 25-23, Aftureldingu í vil.Einar Andri: Veit ekki hvaðan krafturinn kom Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum.Óskar Bjarni: Er sár og svekktur Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, fannst sárt að horfa eftir stigunum tveimur í hendur Aftureldingar. „Við vorum með frumkvæðið mestallan leikinn og vorum mun sterkari. Við komust í 10-15 en svo erum allir þættir sem klikka,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. „Ég hugsa að við höfum klúðrað 7-8 dauðafærum, þar af 4-5 nánast í röð. Við vorum með tvo bolta varða í seinni hálfleik, vörnin var ekki góð og enginn sem steig upp. Mér fannst við klárlega eiga að taka þá og er mjög sár og svekktur með þetta.“ Óskar Bjarni kvaðst ánægður með Valsmenn í fyrri hálfleik en sá seinni var ekki nógu vel spilaður af þeirra hálfu. „Við hefðum getað verið með meiri forystu í hálfleik ef við hefðum skorað fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Við þurfum að bæta þann þátt. Í seinni hálfleik var sóknarleikurinn svo stífur og staður. Ég er alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Óskar Bjarni sem er ágætlega sáttur með stöðuna á Valsliðinu á þessum tímapunkti. „Það var mjög gott að vinna fimm leiki í röð en maður vill alltaf meira. Byrjunin var hörmuleg, það var of mikið að tapa fyrstu þremur leikjunum. Svo vildi ég vinna þennan leik. Þetta er mjög svekkjandi.“ Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. Þetta var áttundi sigur Mosfellinga í röð en þeir hafa verið óstöðvandi í upphafi tímabils þrátt fyrir að lykilmenn vanti í liðið vegna meiðsla. Valsmenn spiluðu mjög öfluga vörn í fyrri hálfleik og heimamenn komust lítt áleiðis, sama hvort þeir voru sex eða sjö í sókninni. Hlynur Morthens var svo frábær í markinu, varði fyrstu fjögur skot Mosfellinga og skoraði sjálfur fyrsta mark Vals sem leiddi allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikur Aftureldingar var stirður og öll ábyrgðin lá á herðum Árna Braga Eyjólfssonar og Elvars Ásgeirssonar. Til marks um það skoruðu þeir níu af 10 mörkum heimamanna í fyrri hálfleik. Aftur á móti skoruðu níu leikmenn 13 mörk Vals í fyrri hálfleik. Valur leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 10-13, og skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik. Þá kviknaði á leikmönnum Aftureldingar, og þá sérstaklega á Elvari sem skoraði þrjú mörk í röð. Hann jafnaði svo metin í 15-15 þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Síðustu 20 mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi. Valsmenn komust tvisvar sinnum tveimur mörkum yfir á lokakaflanum en tókst ekki að slíta sig frá heimamönnum sem spiluðu af skynsemi. Sölvi Ólafsson átti góða innkomu í mark Aftureldingar og Guðni Már Kristinsson létti undir með Elvari og Árna Braga í sókninni. Sá síðastnefndi kom Aftureldingu yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-22, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Og Mosfellingar létu það forskot ekki af hendi, héldu haus á lokamínútunum og lönduðu sigrinum. Lokatölur 25-23, Aftureldingu í vil.Einar Andri: Veit ekki hvaðan krafturinn kom Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum.Óskar Bjarni: Er sár og svekktur Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, fannst sárt að horfa eftir stigunum tveimur í hendur Aftureldingar. „Við vorum með frumkvæðið mestallan leikinn og vorum mun sterkari. Við komust í 10-15 en svo erum allir þættir sem klikka,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. „Ég hugsa að við höfum klúðrað 7-8 dauðafærum, þar af 4-5 nánast í röð. Við vorum með tvo bolta varða í seinni hálfleik, vörnin var ekki góð og enginn sem steig upp. Mér fannst við klárlega eiga að taka þá og er mjög sár og svekktur með þetta.“ Óskar Bjarni kvaðst ánægður með Valsmenn í fyrri hálfleik en sá seinni var ekki nógu vel spilaður af þeirra hálfu. „Við hefðum getað verið með meiri forystu í hálfleik ef við hefðum skorað fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Við þurfum að bæta þann þátt. Í seinni hálfleik var sóknarleikurinn svo stífur og staður. Ég er alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Óskar Bjarni sem er ágætlega sáttur með stöðuna á Valsliðinu á þessum tímapunkti. „Það var mjög gott að vinna fimm leiki í röð en maður vill alltaf meira. Byrjunin var hörmuleg, það var of mikið að tapa fyrstu þremur leikjunum. Svo vildi ég vinna þennan leik. Þetta er mjög svekkjandi.“
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira