Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 24-24 | Stigunum bróðurlega skipt fyrir norðan Arnar Geir Halldórsson í KA-heimilinu skrifar 27. október 2016 20:30 Sverre Andreas Jakobsson og lærisveinar hans fengu loks aftur stig. vísir/pjetur Akureyri og FH skildu jöfn, 24-24, í níundu umferð Olís-deildar karla í KA-heimilinu í kvöld eftir æsispennandi lokamínútur. Fyrir leikinn höfðu Akureyringar aðeins unnið einn leik á meðan FH mættu til leiks fullir sjálfstrausts eftir tvo sigurleiki í röð. Akureyri byrjaði leikinn af miklum krafti og ljóst að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt. FH vaknaði hinsvegar af værum blundi um miðbik fyrri hálfleiks og tók fljótt yfirhöndina í leiknum. Heimamenn urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Brynjar Hólm Grétarsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og sömuleiðis spilaði Kristján Orri Jóhannsson aðeins fyrstu mínúturnar, einnig vegna meiðsla. Þrátt fyrir þessi skakkaföll voru Akureyringar aldrei langt frá FH-ingum. Tíu mínútum fyrir leikslok jafna Akureyringar og var jafnt á öllum tölum til leiksloka. Akureyri fékk síðasta skot leiksins og fékk Karolis Stropus þar með tækifæri til að tryggja sigurinn en skot hans fór langt yfir markið í þann mund sem lokaflautið gall. Það mæddi mikið á hægri væng FH-inga í sóknarleiknum en þeir Einar Rafn Eiðsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu samtals fjórtán mörk. Markaskorun Akureyringa dreifðist jafnar en það verður á minnast á frábæra frammistöðu Sigþórs Árna Heimissonar í síðari hálfleik. Þessi lágvaxni leikstjórnandi átti stóran þátt í að Akureyringar náðu að koma til baka.Sverre: Hefði viljað fá boltann á markið Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið enda liðið ekki búið að ná í mörg stig í vetur. Það voru þó blendnar tilfinningar sem bærðust innra með honum enda fékk Akureyri fínt tækifæri til að gera út um leikinn. „Blendnar tilfinningar. Við börðumst alveg svakalega í þessum leik. Við verðum fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar við missum tvo menn út. Við börðum okkur saman og komum okkur aftur inn í leikinn. Við eigum séns í lokin og ég hefði viljað fá boltann á markið. Láta hann frekar verja en að setja boltann yfir markið." „Þetta er mjög flott stig. Það er mjög mikilvægt fyrir pásuna að fá smá jákvæðni og mér fannst þetta góð frammistaða liðsheildarinnar," sagði Sverre Margir leikir Akureyringa hafa verið mjög jafnir og oftar en ekki ráðist á síðustu sekúndunum. Liðinu hefur hinsvegar aðeins tekist að ná í einn sigur. Hvers vegna gengur svona illa að landa sigri? „Það er sitt lítið af hverju. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það vantar stundum smá skynsemi og stundum smá heppni. Við erum búnir að tapa mörgum leikjum þegar það hefur verið jafnt tveim mínútum fyrir leikslok. Það er erfitt að greina þetta," sagði Sverre. Akureyringar ætla að nýta landsleikjahléið vel og vonast Sverre til að endurheimta einhverja leikmenn úr meiðslum en margir lykilmenn hafa verið í vandræðum með meiðsli í vetur. „Við nýtum fríið vel og rétt. Við erum búnir að setja upp okkar leið í því og við munum koma flottir til baka. Vonandi koma einhverjir leikmenn til baka úr meiðslum." Þær sögusagnir hafa verið á sveimi að Sigþór Árni Heimisson þurfi að taka sér frí frá handboltaiðkun vegna þrálátra meiðsla. Það var þó ekki að sjá á hans leik í kvöld en Sigþór átti afar góðan leik. Sverre vonast til að hann verði með liðinu í fyrsta leik eftir hlé. „Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur útaf meiðslunum sínum. Hann er í vandræðum með hásinarnar. Hann þarf að ná sér góðum af því og við sjáum hvort pásan gerir honum ekki gott. Hann þarf að taka góða pásu og hvort þessar tvær vikur séu nóg veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós," sagði Sverre.Halldór Jóhann: Þeir fengu að spila eina mínútu og tíu sekúndur í síðustu sókninni Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum svekktur enda leiddi liðið leikinn langstærstan hluta. „Það er svekkjandi að tapa þessu eina stigi. Við gáfum eftir á kafla í síðari hálfleik og urðum stressaðir í sóknarleiknum. Við töpuðum boltanum oft aulalega. Baráttan var samt til staðar og menn voru að leggja sig fram. Ég get ekki annað en hrósað mönnum fyrir það." Halldór var ekki ánægður með hvað Akureyringar fengu langan tíma í lokasókn leiksins og átti í hrókasamræðum við dómarana í leikslok. „Ég var ósáttur við að þeir fengu að spila mínútu og tíu sekúndur í síðustu sókninni. Mér finnst það vera alltof langt. Þeir voru með hendina uppi í tæpar 30 sekúndur. Það átti að vera löngu búið að flauta af þeim boltann. Dómararnir vilja skýla sér á bakvið þessar nýju reglur en ég er ekki sáttur við það. Leikurinn var annars bara dæmdur á báða bóga en ég er bara ósáttur við þetta atriði í lokin af því að það var ferskt í huganum," segir Halldór. Nú tekur við tveggja vikna hlé í deildinni vegna landsleikja en Ísland mætir Tékkum og Úkraínu í undankeppni EM í næstu viku. „Við ætlum að nýta það vel og æfa vel. Fyrst fá leikmenn nokkra daga í frí og fá aðeins að kasta mæðinni. Við erum búnir að spila á mjög fáum leikmönnum og höfum verið í meiðslavandræðum. Svo byrjum við bara á mánudag að undirbúa okkur fyrir törnina fram að jólum. FH-ingar sitja í öðru sæti deildarinnar þegar þriðjungur mótsins er búinn. Halldór. kveðst vera ánægður með lið sitt hingað til. „Við vitum að við getum bætt heilmargt í okkar leik en vitum líka að það er margt gott. Ég er heilt yfir búinn að vera mjög ánægður þó ég myndi vilja vera með tveim til þrem stigum meira. Miðað þau skakkaföll sem við erum búnir að ganga í gegnum getum við verið nokkuð sáttir með þessi tíu stig. Við hugsum fram á veginn og ætlum að halda áfram að bæta leik liðsins jafnt og þétt," sagði Halldór Jóhann. Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Akureyri og FH skildu jöfn, 24-24, í níundu umferð Olís-deildar karla í KA-heimilinu í kvöld eftir æsispennandi lokamínútur. Fyrir leikinn höfðu Akureyringar aðeins unnið einn leik á meðan FH mættu til leiks fullir sjálfstrausts eftir tvo sigurleiki í röð. Akureyri byrjaði leikinn af miklum krafti og ljóst að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt. FH vaknaði hinsvegar af værum blundi um miðbik fyrri hálfleiks og tók fljótt yfirhöndina í leiknum. Heimamenn urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Brynjar Hólm Grétarsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og sömuleiðis spilaði Kristján Orri Jóhannsson aðeins fyrstu mínúturnar, einnig vegna meiðsla. Þrátt fyrir þessi skakkaföll voru Akureyringar aldrei langt frá FH-ingum. Tíu mínútum fyrir leikslok jafna Akureyringar og var jafnt á öllum tölum til leiksloka. Akureyri fékk síðasta skot leiksins og fékk Karolis Stropus þar með tækifæri til að tryggja sigurinn en skot hans fór langt yfir markið í þann mund sem lokaflautið gall. Það mæddi mikið á hægri væng FH-inga í sóknarleiknum en þeir Einar Rafn Eiðsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu samtals fjórtán mörk. Markaskorun Akureyringa dreifðist jafnar en það verður á minnast á frábæra frammistöðu Sigþórs Árna Heimissonar í síðari hálfleik. Þessi lágvaxni leikstjórnandi átti stóran þátt í að Akureyringar náðu að koma til baka.Sverre: Hefði viljað fá boltann á markið Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið enda liðið ekki búið að ná í mörg stig í vetur. Það voru þó blendnar tilfinningar sem bærðust innra með honum enda fékk Akureyri fínt tækifæri til að gera út um leikinn. „Blendnar tilfinningar. Við börðumst alveg svakalega í þessum leik. Við verðum fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar við missum tvo menn út. Við börðum okkur saman og komum okkur aftur inn í leikinn. Við eigum séns í lokin og ég hefði viljað fá boltann á markið. Láta hann frekar verja en að setja boltann yfir markið." „Þetta er mjög flott stig. Það er mjög mikilvægt fyrir pásuna að fá smá jákvæðni og mér fannst þetta góð frammistaða liðsheildarinnar," sagði Sverre Margir leikir Akureyringa hafa verið mjög jafnir og oftar en ekki ráðist á síðustu sekúndunum. Liðinu hefur hinsvegar aðeins tekist að ná í einn sigur. Hvers vegna gengur svona illa að landa sigri? „Það er sitt lítið af hverju. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það vantar stundum smá skynsemi og stundum smá heppni. Við erum búnir að tapa mörgum leikjum þegar það hefur verið jafnt tveim mínútum fyrir leikslok. Það er erfitt að greina þetta," sagði Sverre. Akureyringar ætla að nýta landsleikjahléið vel og vonast Sverre til að endurheimta einhverja leikmenn úr meiðslum en margir lykilmenn hafa verið í vandræðum með meiðsli í vetur. „Við nýtum fríið vel og rétt. Við erum búnir að setja upp okkar leið í því og við munum koma flottir til baka. Vonandi koma einhverjir leikmenn til baka úr meiðslum." Þær sögusagnir hafa verið á sveimi að Sigþór Árni Heimisson þurfi að taka sér frí frá handboltaiðkun vegna þrálátra meiðsla. Það var þó ekki að sjá á hans leik í kvöld en Sigþór átti afar góðan leik. Sverre vonast til að hann verði með liðinu í fyrsta leik eftir hlé. „Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur útaf meiðslunum sínum. Hann er í vandræðum með hásinarnar. Hann þarf að ná sér góðum af því og við sjáum hvort pásan gerir honum ekki gott. Hann þarf að taka góða pásu og hvort þessar tvær vikur séu nóg veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós," sagði Sverre.Halldór Jóhann: Þeir fengu að spila eina mínútu og tíu sekúndur í síðustu sókninni Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum svekktur enda leiddi liðið leikinn langstærstan hluta. „Það er svekkjandi að tapa þessu eina stigi. Við gáfum eftir á kafla í síðari hálfleik og urðum stressaðir í sóknarleiknum. Við töpuðum boltanum oft aulalega. Baráttan var samt til staðar og menn voru að leggja sig fram. Ég get ekki annað en hrósað mönnum fyrir það." Halldór var ekki ánægður með hvað Akureyringar fengu langan tíma í lokasókn leiksins og átti í hrókasamræðum við dómarana í leikslok. „Ég var ósáttur við að þeir fengu að spila mínútu og tíu sekúndur í síðustu sókninni. Mér finnst það vera alltof langt. Þeir voru með hendina uppi í tæpar 30 sekúndur. Það átti að vera löngu búið að flauta af þeim boltann. Dómararnir vilja skýla sér á bakvið þessar nýju reglur en ég er ekki sáttur við það. Leikurinn var annars bara dæmdur á báða bóga en ég er bara ósáttur við þetta atriði í lokin af því að það var ferskt í huganum," segir Halldór. Nú tekur við tveggja vikna hlé í deildinni vegna landsleikja en Ísland mætir Tékkum og Úkraínu í undankeppni EM í næstu viku. „Við ætlum að nýta það vel og æfa vel. Fyrst fá leikmenn nokkra daga í frí og fá aðeins að kasta mæðinni. Við erum búnir að spila á mjög fáum leikmönnum og höfum verið í meiðslavandræðum. Svo byrjum við bara á mánudag að undirbúa okkur fyrir törnina fram að jólum. FH-ingar sitja í öðru sæti deildarinnar þegar þriðjungur mótsins er búinn. Halldór. kveðst vera ánægður með lið sitt hingað til. „Við vitum að við getum bætt heilmargt í okkar leik en vitum líka að það er margt gott. Ég er heilt yfir búinn að vera mjög ánægður þó ég myndi vilja vera með tveim til þrem stigum meira. Miðað þau skakkaföll sem við erum búnir að ganga í gegnum getum við verið nokkuð sáttir með þessi tíu stig. Við hugsum fram á veginn og ætlum að halda áfram að bæta leik liðsins jafnt og þétt," sagði Halldór Jóhann.
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira