Viðburðarríkt kjörtímabil er nú á enda og ganga Íslendingar til kosninga á morgun. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum; ráðherrar sagt af sér, þingmenn tekið þátt í Free the Nipple, þingmaður farið í Eurovison og svo mætti lengi telja. Hér eru nokkur eftirminnilegustu augnablikin af kjörtímabilinu sem nú er á enda.HöskuldarviðvöruninÓhætt er að segja að Panama skjölin og Wintris málið hafi gefið af sér ótalmargar skemmtilegar uppákomur þrátt fyrir að um háalvarlegan pólitískan atburð væri að ræða. Wintris málið leiddi jú til afsagnar forsætisráðherra og urðu kveikjan að því að kosningum er flýtt. En nokkrar uppákomur glöddu landann í miðri stjórnarkreppu og mótmælum. Til að mynda ódauðleg setning sænska fréttamannsins Sven Bergman í viðtalinu við Sigmund Davíð, „Mister prime minister, what can you tell me about a company called Wintris?”, ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur um leynigest RÚV sem og ummæli Sigurðar Inga Jóhannessonar, núverandi forsætisráðherra, að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. En einn viðburður stendur upp úr, ásamt því að hafa loksins gefið íslendingum þýðingu á orðasambandinu spoiler warning. Höskuldur Þórhallsson í tröppunum í Alþingishúsinu og Höskuldarviðvörunin. Höskuldur hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann mætti hópi fjölmiðlamanna á Alþingi. Hann leysti frá skjóðunni um að Sigurður Ingi yrði forsætirsáðherra og að Lilja Dögg Alfreðsdóttir væri ráðherraefni Framsóknar. „Ég bjóst reyndar við því að þeir væru búnir að taka viðtal. Ég bara var að rölta heim til mín,“ sagði Höskuldur þegar hann áttaði sig á því að hann hefði talað af sér. Höskuldur áttaði sig þó sjálfur á hversu óheppilegt þetta hefði verið allt saman „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“ sagði Höskuldur á Facebook síðu sinniPerutertan heimsfræga Fjarvera þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vakti litla lukku meðal stjórnarandstöðunnar þann 4. maí 2015 þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræðu. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís.Kökuát forsætisráðherrans vakti athygli alla leið til Bandaríkjanna þar sem Peter Sagal tók atvikið fyrir í útvarpsþættinum Wait Wait…Don’t tell me. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað? Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr. Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu þá áhorfendur upp úr á nýjan leik.„Helvítis dóni“ og kvenfyrirlitningin Þann 26. febrúar árið 2014 sauð aldeilis upp úr á Alþingi í umræðum um fundarstjórn forseta. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í ræðustól þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gekk að Katrínu og lagði blað á púltið. Hún brást ókvæða við og krafðist þess að forseti myndi víta Bjarna. Þegar hún lauk ræðu sinni sagði hún skýrt og greinilega til Bjarna að hann væri „helvítis dóni“. Síðar þegar Bjarni Benediktsson fór í ræðustól mótmæltu Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir framkomu hans á táknrænan hátt með því að leggja blað í ræðupúlt á meðan ræðu hans stóð. Vilborg Ólafsdóttir kynjafræðingur sagði í kjölfarið að auðvelt væri að túlka hegðun Bjarna sem kvenfyrirlitningu. IceHot1Haustið 2015 réðust hakkarar á vef Ashley Madison og stálu upplýsingum um 37 milljónir notenda vefsins, sem er fyrir fólk sem vill halda framhjá makanum sínum. Í ljós kom að þar leyndust 128 íslendingar og á meðal þeirra þjóðþekktir einstaklingar. Meðal þeirra þjóðþekktu einstaklinga leyndist enginn annar en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, sagði að þau hjónin hefðu skráð sig fyrir forvitnissakir á vefinn árið 2008. Svo reyndist aðgangur fjármálaráðherra hafa verið óvirkur frá árinu 2008, en það stöðvaði ekki netverja í gríninu, aðgangsorð hjónanna IceHot1 fór á flug og Jólin komu snemma hjá grínglöðum Twitter notendum undir kassamerkinu #BjarniMadison.Var Ási að fá sér? Í maí árið 2015 vakti ferðalag Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, mikla furðu þegar fréttir bárust af því að hann hefði kastað upp í flugi Wow Air til Washington. Meðal annars átti hann að hafa kastað upp yfir aðra farþega.Tinna Margrét Jóhannsdóttir var meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hún sagði þá í samtali við Vísi að hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún sagði það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi. „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ sagði Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Sjálfur þvertók Ásmundur fyrir að hafa verið drukkinn og Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að hann hefði þjáðst af alvarlegum magabólgum, væri kominn í veikindaleyfi og á sterk lyf.WOW Air fundaði vegna frétta af málinu og flugfreyjur um borð áttu að hafa sagt að Ásmundur hefði drukkið alla leiðina og að uppákoman hefði verið sú vandræðalegasta sem þær hefðu lent í. Brynjar brandarakarl og brauðristin Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sló fréttamann RÚV rækilega út af laginu í desember 2014 í viðtali um skipan Ólafar Nordal sem innanríkisráðherra. Brynjar hafði verið einn þeirra sem hafði lýst yfir áhuga á ráðherraembættinu eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í kjölfar lekamálsins.Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður RÚV, spurði Brynjar hvort hann væri svekktur. Brynjar svarði þá um hæl: „Nei, nei, ég er ekkert svekktur. Ég er alltof gamall til þess og ég er ekki fýlugjarn maður þótt útlitið sé eins og það er.“ Svarið sló Heiðar Örn og tökumann RÚV gjörsamlega út af laginu sem fengu þvílíkt hláturskast með Brynjari að það tók þá nokkra stund að jafna sig til að halda viðtalinu áfram. Þetta er þó ekki í eina skiptið sem Brynjar Níelsson vakti lukku meðal Íslendinga á kjörtímabilinu. Ísland í dag heimsótti Brynjar í október 2015 þar sem hann sagði frá því að hann kæmist ekki í gegnum daginn nema að honum bregði. Eiginkona Brynjars sagði að stundum sé þetta eins og grínskets en þessu fylgi vissulega alvara þar sem þessi ofsalegu viðbrögð geti tæplega verið hollt fyrir hjartað.Katrín vs. geitungurinn Það var ekki einungis Brynjar Níelsson sem lenti í því að fá hláturskast í miðju viðtali. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk einnig mikið hláturskast í viðtali við fréttamann RÚV í ágúst síðastliðnum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru í viðtali um dagsetningu kosninganna, þegar geitungur flaug í átt að Katrínu. Hún var ekki lengi að forða sér í skjól bak við Oddnýju G. Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar. Atvikið vakti, kannski eðlilega, mikla kátínu viðstaddra og hægt er að sjá upptöku af því á vef RÚV. Just Do ItSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, varð skrambi óheppinn í september 2013 þegar hann var bólginn á fæti vegna sýkingar og neyddist því til að vera í íþróttaskó á öðrum fæti á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna í Stokkhólmi.Erlendir fjölmiðlar höfðu heldur betur gaman af ósamstæðum skóm íslenska ráðherrans og var meðal annars hægt að lesa um skófatnað hans í tyrkneskum, brasilískum, norskum og dönskum miðlum. Sigmundur sagði að fótabúnaðurinn hafi verið ágætis ísbrjótur á fundinum og að Obama hefði grínast nokkuð með þetta allt saman, ásamt hinum leiðtogunum. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Sigmundur að hann hefði talið heppilega að mæta í spariskó á hinum fætinum, til að forðast það að líta út fyrir að vera kærulaus.Atvik sem vöktu athygli en komust ekki á lista Það er af mörgu að taka og ljóst að ómögulegt er að greina ítarlega frá öllum uppákomum kjörtímabilsins. Hér eru nokkrar sem vöktu lukku. Það vakti alheimsathygli þegar íslenskar þingkonur tóku þátt í Free The Nipple. Þá þótti sumum það heldur undarlegt þegar þriggja manna þingflokkur Pírata þurfti á aðstoð vinnustaðasálfræðings að halda. Óttarr Proppé vakti lukku þegar hann varð fyrsti þingmaðurinn til að taka þátt í Eurovision, sem og þegar hann flutti ræðu á Alþingi sem var í raun lagatexti eftir hann sjálfan og Sigurjón Kjartansson. Ræða Árna Páls Árnasonar, fyrrum formanns Samfylkingarinnar, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2915 vakti einnig lukku. Þar kallaði hann eftir breytingum með lokuð augu og bað viðstadda að koma með sér í ferðalag upp á Vatnajökul. Þá vakti einnig athygli þegar Árni Páll hélt formannssæti sínu með aðeins einu atkvæði í mars 2015. Og að lokum, fjárkúgunarmálið svonefnda, þegar systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand ætluðu að kúga fé úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og voru handteknar af sérsveitarmönnum í Vallahverfinu í Hafnarfirði þar sem þær hugðust sækja tösku fulla af peningum. Það hverfur seint úr minni. Fréttir af flugi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Viðburðarríkt kjörtímabil er nú á enda og ganga Íslendingar til kosninga á morgun. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum; ráðherrar sagt af sér, þingmenn tekið þátt í Free the Nipple, þingmaður farið í Eurovison og svo mætti lengi telja. Hér eru nokkur eftirminnilegustu augnablikin af kjörtímabilinu sem nú er á enda.HöskuldarviðvöruninÓhætt er að segja að Panama skjölin og Wintris málið hafi gefið af sér ótalmargar skemmtilegar uppákomur þrátt fyrir að um háalvarlegan pólitískan atburð væri að ræða. Wintris málið leiddi jú til afsagnar forsætisráðherra og urðu kveikjan að því að kosningum er flýtt. En nokkrar uppákomur glöddu landann í miðri stjórnarkreppu og mótmælum. Til að mynda ódauðleg setning sænska fréttamannsins Sven Bergman í viðtalinu við Sigmund Davíð, „Mister prime minister, what can you tell me about a company called Wintris?”, ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur um leynigest RÚV sem og ummæli Sigurðar Inga Jóhannessonar, núverandi forsætisráðherra, að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. En einn viðburður stendur upp úr, ásamt því að hafa loksins gefið íslendingum þýðingu á orðasambandinu spoiler warning. Höskuldur Þórhallsson í tröppunum í Alþingishúsinu og Höskuldarviðvörunin. Höskuldur hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann mætti hópi fjölmiðlamanna á Alþingi. Hann leysti frá skjóðunni um að Sigurður Ingi yrði forsætirsáðherra og að Lilja Dögg Alfreðsdóttir væri ráðherraefni Framsóknar. „Ég bjóst reyndar við því að þeir væru búnir að taka viðtal. Ég bara var að rölta heim til mín,“ sagði Höskuldur þegar hann áttaði sig á því að hann hefði talað af sér. Höskuldur áttaði sig þó sjálfur á hversu óheppilegt þetta hefði verið allt saman „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“ sagði Höskuldur á Facebook síðu sinniPerutertan heimsfræga Fjarvera þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vakti litla lukku meðal stjórnarandstöðunnar þann 4. maí 2015 þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræðu. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís.Kökuát forsætisráðherrans vakti athygli alla leið til Bandaríkjanna þar sem Peter Sagal tók atvikið fyrir í útvarpsþættinum Wait Wait…Don’t tell me. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað? Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr. Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu þá áhorfendur upp úr á nýjan leik.„Helvítis dóni“ og kvenfyrirlitningin Þann 26. febrúar árið 2014 sauð aldeilis upp úr á Alþingi í umræðum um fundarstjórn forseta. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í ræðustól þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gekk að Katrínu og lagði blað á púltið. Hún brást ókvæða við og krafðist þess að forseti myndi víta Bjarna. Þegar hún lauk ræðu sinni sagði hún skýrt og greinilega til Bjarna að hann væri „helvítis dóni“. Síðar þegar Bjarni Benediktsson fór í ræðustól mótmæltu Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir framkomu hans á táknrænan hátt með því að leggja blað í ræðupúlt á meðan ræðu hans stóð. Vilborg Ólafsdóttir kynjafræðingur sagði í kjölfarið að auðvelt væri að túlka hegðun Bjarna sem kvenfyrirlitningu. IceHot1Haustið 2015 réðust hakkarar á vef Ashley Madison og stálu upplýsingum um 37 milljónir notenda vefsins, sem er fyrir fólk sem vill halda framhjá makanum sínum. Í ljós kom að þar leyndust 128 íslendingar og á meðal þeirra þjóðþekktir einstaklingar. Meðal þeirra þjóðþekktu einstaklinga leyndist enginn annar en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, sagði að þau hjónin hefðu skráð sig fyrir forvitnissakir á vefinn árið 2008. Svo reyndist aðgangur fjármálaráðherra hafa verið óvirkur frá árinu 2008, en það stöðvaði ekki netverja í gríninu, aðgangsorð hjónanna IceHot1 fór á flug og Jólin komu snemma hjá grínglöðum Twitter notendum undir kassamerkinu #BjarniMadison.Var Ási að fá sér? Í maí árið 2015 vakti ferðalag Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, mikla furðu þegar fréttir bárust af því að hann hefði kastað upp í flugi Wow Air til Washington. Meðal annars átti hann að hafa kastað upp yfir aðra farþega.Tinna Margrét Jóhannsdóttir var meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hún sagði þá í samtali við Vísi að hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún sagði það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi. „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ sagði Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Sjálfur þvertók Ásmundur fyrir að hafa verið drukkinn og Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að hann hefði þjáðst af alvarlegum magabólgum, væri kominn í veikindaleyfi og á sterk lyf.WOW Air fundaði vegna frétta af málinu og flugfreyjur um borð áttu að hafa sagt að Ásmundur hefði drukkið alla leiðina og að uppákoman hefði verið sú vandræðalegasta sem þær hefðu lent í. Brynjar brandarakarl og brauðristin Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sló fréttamann RÚV rækilega út af laginu í desember 2014 í viðtali um skipan Ólafar Nordal sem innanríkisráðherra. Brynjar hafði verið einn þeirra sem hafði lýst yfir áhuga á ráðherraembættinu eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í kjölfar lekamálsins.Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður RÚV, spurði Brynjar hvort hann væri svekktur. Brynjar svarði þá um hæl: „Nei, nei, ég er ekkert svekktur. Ég er alltof gamall til þess og ég er ekki fýlugjarn maður þótt útlitið sé eins og það er.“ Svarið sló Heiðar Örn og tökumann RÚV gjörsamlega út af laginu sem fengu þvílíkt hláturskast með Brynjari að það tók þá nokkra stund að jafna sig til að halda viðtalinu áfram. Þetta er þó ekki í eina skiptið sem Brynjar Níelsson vakti lukku meðal Íslendinga á kjörtímabilinu. Ísland í dag heimsótti Brynjar í október 2015 þar sem hann sagði frá því að hann kæmist ekki í gegnum daginn nema að honum bregði. Eiginkona Brynjars sagði að stundum sé þetta eins og grínskets en þessu fylgi vissulega alvara þar sem þessi ofsalegu viðbrögð geti tæplega verið hollt fyrir hjartað.Katrín vs. geitungurinn Það var ekki einungis Brynjar Níelsson sem lenti í því að fá hláturskast í miðju viðtali. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk einnig mikið hláturskast í viðtali við fréttamann RÚV í ágúst síðastliðnum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru í viðtali um dagsetningu kosninganna, þegar geitungur flaug í átt að Katrínu. Hún var ekki lengi að forða sér í skjól bak við Oddnýju G. Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar. Atvikið vakti, kannski eðlilega, mikla kátínu viðstaddra og hægt er að sjá upptöku af því á vef RÚV. Just Do ItSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, varð skrambi óheppinn í september 2013 þegar hann var bólginn á fæti vegna sýkingar og neyddist því til að vera í íþróttaskó á öðrum fæti á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna í Stokkhólmi.Erlendir fjölmiðlar höfðu heldur betur gaman af ósamstæðum skóm íslenska ráðherrans og var meðal annars hægt að lesa um skófatnað hans í tyrkneskum, brasilískum, norskum og dönskum miðlum. Sigmundur sagði að fótabúnaðurinn hafi verið ágætis ísbrjótur á fundinum og að Obama hefði grínast nokkuð með þetta allt saman, ásamt hinum leiðtogunum. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Sigmundur að hann hefði talið heppilega að mæta í spariskó á hinum fætinum, til að forðast það að líta út fyrir að vera kærulaus.Atvik sem vöktu athygli en komust ekki á lista Það er af mörgu að taka og ljóst að ómögulegt er að greina ítarlega frá öllum uppákomum kjörtímabilsins. Hér eru nokkrar sem vöktu lukku. Það vakti alheimsathygli þegar íslenskar þingkonur tóku þátt í Free The Nipple. Þá þótti sumum það heldur undarlegt þegar þriggja manna þingflokkur Pírata þurfti á aðstoð vinnustaðasálfræðings að halda. Óttarr Proppé vakti lukku þegar hann varð fyrsti þingmaðurinn til að taka þátt í Eurovision, sem og þegar hann flutti ræðu á Alþingi sem var í raun lagatexti eftir hann sjálfan og Sigurjón Kjartansson. Ræða Árna Páls Árnasonar, fyrrum formanns Samfylkingarinnar, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2915 vakti einnig lukku. Þar kallaði hann eftir breytingum með lokuð augu og bað viðstadda að koma með sér í ferðalag upp á Vatnajökul. Þá vakti einnig athygli þegar Árni Páll hélt formannssæti sínu með aðeins einu atkvæði í mars 2015. Og að lokum, fjárkúgunarmálið svonefnda, þegar systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand ætluðu að kúga fé úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og voru handteknar af sérsveitarmönnum í Vallahverfinu í Hafnarfirði þar sem þær hugðust sækja tösku fulla af peningum. Það hverfur seint úr minni.