Obama gerði grín að skóm Sigmundar Kristján Hjálmarsson skrifar 6. september 2013 10:21 Sigmundur Davíð með hinum leiðtogunum. „Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
„Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira