Obama gerði grín að skóm Sigmundar Kristján Hjálmarsson skrifar 6. september 2013 10:21 Sigmundur Davíð með hinum leiðtogunum. „Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
„Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira