Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2016 19:30 Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Innlent Verkfall kennara skollið á Innlent Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Innlent Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi Innlent „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Innlent „Aldrei gott að toppa of snemma“ Innlent Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Verkfall kennara skollið á „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Verkfall lækna gæti hafist 18. nóvember Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Aldrei gott að toppa of snemma“ Fer í leyfi sem formaður VR Heimsókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll „Það var annað hvort þetta eða vændi“ Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Inga Sæland ætlar með Flokk fólksins upp í fimmtán prósent Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Glóðvolg Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Bylgjunnar Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ Sjá meira
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Innlent Verkfall kennara skollið á Innlent Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Innlent Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi Innlent „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Innlent „Aldrei gott að toppa of snemma“ Innlent Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Verkfall kennara skollið á „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Verkfall lækna gæti hafist 18. nóvember Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Aldrei gott að toppa of snemma“ Fer í leyfi sem formaður VR Heimsókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll „Það var annað hvort þetta eða vændi“ Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Inga Sæland ætlar með Flokk fólksins upp í fimmtán prósent Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Glóðvolg Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Bylgjunnar Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50