Saka Eygló um blekkingarleik af verstu gerð Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 09:57 Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Anton Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13