Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2016 13:52 Manneh er kominn með eitt mark og tvær stoðsendingar í fimm leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Saga Ousman Manneh er engri lík. Manneh er í dag framherji hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Werder Bremen og hefur síðustu vikur spilað í fremstu víglínu liðsins. Manneh fékk tækifærið þegar Aron Jóhannsson var dæmdur í þriggja leikja bann. Aron kom við sögu sem varamaður í síðasta leik og er samkvæmt aðstoðarþjálfaranum Markus Feldhoff enn að koma sér í leikform. „Ég er auðvitað ekki ánægður með að sitja á bekknum. Ég vil spila hverja einustu mínútu. Þetta er erfið staða,“ sagði Aron í samtali við Kreiszeitung í gær. „Ég er vanalega þolinmóður maður. Ég þarf að vera það áfram og leggja hart að mér. Það eina sem ég get gert er að gefa allt mitt í þetta.“ Sjá einnig: Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkiðManneh er hávaxinn sóknarmaður, um 190 cm.Vísir/GettyÞögull um ferðalagið frá Afríku Manneh er nítján ára Gambíumaður sem á sér forsögu sem er vafalaust fordæmalaus þegar kemur að atvinnumanni í knattspyrnu í einni sterkustu deild Evrópu. Fyrir tveimur árum síðan flúði Manneh, þá sautján ára, frá heimalandi sínu. Gambía er eitt fátækasta ríki heims og hefur verið undir eftirliti mannréttindasamtaka víða um heim. Manneh náði að koma sér til Evrópu en hefur aldrei viljað greina frá því hvernig hann komst frá Afríku til Evrópu. Síðustu ár hefur það þó verið algeng sjón að flóttamenn frá Afríku hafi farið sjóleiðina til Evrópu, um Miðjarðarhaf. Manneh komst alla leið til Þýskalands og fékk skýli í flóttamannabúðunum Lesum, sem eru rétt utan borgarmarkanna við Bremen. Frítíma sínum varði hann að spila fótbolta og fékk hann tækifæri að æfa með unglingaliðum neðrideildarfélagsins Blumenthaler SV.Manneh er vinsæll hjá stuðningsmönnum Werder Bremen.Vísir/GettyHæfileikarnir augljósir Þjálfari Blumenthaler, Farbrizio Muzzicato, þurfti bara að sjá Manneh spila í nokkrar mínútur til að sjá að um hæfileikaríkan pilt væri að ræða. „Það hefðu allir séð þetta. Líka þeir sem lítið vit hafa á fótbolta,“ sagði Muzzicato í samtali við þýska fjölmiðla á sínum tíma. Manneh vakti athygli margra þýskra liða. Werder Bremen fylgdist reglulega með honum, sem og útsendarar frá Hamburg, Schalke og Wolfsburg. En Manneh ákvað að halda tryggð við sína nýju heimabyggð og daginn eftir að hann varð átján ára samdi hann við Werder Bremen og byrjaði að æfa með U-23 liði félagsins. Þjálafri U-23 liðsins þá var Alexander Nouri - sá hinn sami og var ráðinn þjálfari aðalliðs Werder Bremen þann 18. september eftir að Viktor Skripnik var sagt upp störfum. Daginn áður hafði Werder Bremen tapaði fyrir Gladbach, 4-1, og var það þriðja tap liðsins í jafn mörgum leikjum á tímabilinu. Í þeim sama leik fékk Aron að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk. Aron fullyrti reyndar sjálfur síðar í fjölmiðlum að um misskilning hefði verið að ræða og að dómaranum hefði misheyrst. Sjá einnig: Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðistManneh í leik með Bremen.Vísir/GettyBeint í byrjunarliðið Undir stjórn Nouri hefur Werder Bremen náð að ná í sín fyrstu stig á tímabilinu. Vegna fjarveru Arons ákvað Nouri að henda Manneh beint í djúpu laugina og setti hann í byrjunarliðið í leik gegn Mainz. Var það fyrsti leikur Bremen undir stjórn Nouri og Manneh hafði aldrei fyrr spilað með aðalliði Werder Bremen í mótsleik. Manneh komst í dauðafæri strax á fjórðu mínútu en náði ekki að skora. En hann spilaði vel og var Werder Bremen með 1-0 forystu þegar honum var skipt af velli snemma í síðari hálfleik. Mainz vann að vísu leikinn, 2-1, en Manneh hefur haldið sæti sínu í byrjunarliðinu síðan þá og spilað síðustu fimm leiki liðsins. Hann sló í gegn um þarsíðustu helgi, er hann skoraði eitt og lagði upp annað í 2-1 sigri á stórliði Bayer Leverkusen. Werder Bremen mætir Freiburg á heimavelli um helgina og gæti þá unnið sinn þriðja leik í röð á Weserstadion. Líklegt er að Manneh verði þar í fremstu víglínu. Á meðan þarf Aron að bíða þolinmóður á hliðarlínunni - í bili að minnsta kosti. Flóttamenn Þýski boltinn Tengdar fréttir Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna. 21. september 2016 13:15 Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30 Aron sat á bekknum í sigri Bremen Werder Bremen vann góðan sigur á Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Aron Jóhannsson sat á bekknum allan tímann hjá Bremen. 15. október 2016 18:41 Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Saga Ousman Manneh er engri lík. Manneh er í dag framherji hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Werder Bremen og hefur síðustu vikur spilað í fremstu víglínu liðsins. Manneh fékk tækifærið þegar Aron Jóhannsson var dæmdur í þriggja leikja bann. Aron kom við sögu sem varamaður í síðasta leik og er samkvæmt aðstoðarþjálfaranum Markus Feldhoff enn að koma sér í leikform. „Ég er auðvitað ekki ánægður með að sitja á bekknum. Ég vil spila hverja einustu mínútu. Þetta er erfið staða,“ sagði Aron í samtali við Kreiszeitung í gær. „Ég er vanalega þolinmóður maður. Ég þarf að vera það áfram og leggja hart að mér. Það eina sem ég get gert er að gefa allt mitt í þetta.“ Sjá einnig: Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkiðManneh er hávaxinn sóknarmaður, um 190 cm.Vísir/GettyÞögull um ferðalagið frá Afríku Manneh er nítján ára Gambíumaður sem á sér forsögu sem er vafalaust fordæmalaus þegar kemur að atvinnumanni í knattspyrnu í einni sterkustu deild Evrópu. Fyrir tveimur árum síðan flúði Manneh, þá sautján ára, frá heimalandi sínu. Gambía er eitt fátækasta ríki heims og hefur verið undir eftirliti mannréttindasamtaka víða um heim. Manneh náði að koma sér til Evrópu en hefur aldrei viljað greina frá því hvernig hann komst frá Afríku til Evrópu. Síðustu ár hefur það þó verið algeng sjón að flóttamenn frá Afríku hafi farið sjóleiðina til Evrópu, um Miðjarðarhaf. Manneh komst alla leið til Þýskalands og fékk skýli í flóttamannabúðunum Lesum, sem eru rétt utan borgarmarkanna við Bremen. Frítíma sínum varði hann að spila fótbolta og fékk hann tækifæri að æfa með unglingaliðum neðrideildarfélagsins Blumenthaler SV.Manneh er vinsæll hjá stuðningsmönnum Werder Bremen.Vísir/GettyHæfileikarnir augljósir Þjálfari Blumenthaler, Farbrizio Muzzicato, þurfti bara að sjá Manneh spila í nokkrar mínútur til að sjá að um hæfileikaríkan pilt væri að ræða. „Það hefðu allir séð þetta. Líka þeir sem lítið vit hafa á fótbolta,“ sagði Muzzicato í samtali við þýska fjölmiðla á sínum tíma. Manneh vakti athygli margra þýskra liða. Werder Bremen fylgdist reglulega með honum, sem og útsendarar frá Hamburg, Schalke og Wolfsburg. En Manneh ákvað að halda tryggð við sína nýju heimabyggð og daginn eftir að hann varð átján ára samdi hann við Werder Bremen og byrjaði að æfa með U-23 liði félagsins. Þjálafri U-23 liðsins þá var Alexander Nouri - sá hinn sami og var ráðinn þjálfari aðalliðs Werder Bremen þann 18. september eftir að Viktor Skripnik var sagt upp störfum. Daginn áður hafði Werder Bremen tapaði fyrir Gladbach, 4-1, og var það þriðja tap liðsins í jafn mörgum leikjum á tímabilinu. Í þeim sama leik fékk Aron að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk. Aron fullyrti reyndar sjálfur síðar í fjölmiðlum að um misskilning hefði verið að ræða og að dómaranum hefði misheyrst. Sjá einnig: Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðistManneh í leik með Bremen.Vísir/GettyBeint í byrjunarliðið Undir stjórn Nouri hefur Werder Bremen náð að ná í sín fyrstu stig á tímabilinu. Vegna fjarveru Arons ákvað Nouri að henda Manneh beint í djúpu laugina og setti hann í byrjunarliðið í leik gegn Mainz. Var það fyrsti leikur Bremen undir stjórn Nouri og Manneh hafði aldrei fyrr spilað með aðalliði Werder Bremen í mótsleik. Manneh komst í dauðafæri strax á fjórðu mínútu en náði ekki að skora. En hann spilaði vel og var Werder Bremen með 1-0 forystu þegar honum var skipt af velli snemma í síðari hálfleik. Mainz vann að vísu leikinn, 2-1, en Manneh hefur haldið sæti sínu í byrjunarliðinu síðan þá og spilað síðustu fimm leiki liðsins. Hann sló í gegn um þarsíðustu helgi, er hann skoraði eitt og lagði upp annað í 2-1 sigri á stórliði Bayer Leverkusen. Werder Bremen mætir Freiburg á heimavelli um helgina og gæti þá unnið sinn þriðja leik í röð á Weserstadion. Líklegt er að Manneh verði þar í fremstu víglínu. Á meðan þarf Aron að bíða þolinmóður á hliðarlínunni - í bili að minnsta kosti.
Flóttamenn Þýski boltinn Tengdar fréttir Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna. 21. september 2016 13:15 Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30 Aron sat á bekknum í sigri Bremen Werder Bremen vann góðan sigur á Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Aron Jóhannsson sat á bekknum allan tímann hjá Bremen. 15. október 2016 18:41 Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna. 21. september 2016 13:15
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30
Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30
Aron sat á bekknum í sigri Bremen Werder Bremen vann góðan sigur á Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Aron Jóhannsson sat á bekknum allan tímann hjá Bremen. 15. október 2016 18:41
Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45
Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20