Fjórtán ára transstrákur: Leið aldrei vel í eigin líkama Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. október 2016 20:30 Leó Erling Ágústsson er fjórtán ára strákur sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu. Hann kom út úr skápnum sem trans í byrjun þessa árs. Hann segir að honum hafi aldrei liðið vel í eigin líkama og að honum þyki óþægilegt að vera spurður hvað hann hafi heitið áður en hann kom út sem trans. Þá þykir honum einnig ámælisvert hve erfitt það er að skipta löglega um kyn hjá Þjóðskrá og segist eiga erfitt með að fara í sund. „Ég vissi þetta eiginlega allt mitt líf, en ég vissi ekki hvað þetta var. Síðan varð það einhvern tíman í vor sem ég hugsaði „ég gæti verið þetta“. Þegar ég byrjaði að skilja hvað trans var. Ég hafði sagt mömmu að ég hélt að ég væri svona og ég vildi að mamma byrjaði að kalla mig Leó,“ segir Leó í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að flestir í fjölskyldunni hafi tekið sér vel þegar hann kom út. „Ég var frekar stressaður útaf því að maður hefur heyrt sögur að foreldrar eða einhverjir vinir afneiti manni og hætti að tala við mann og vilji jafnvel ekki koma nálægt manni. Það var eitthvað pínu inni í mér sem hugsaði „hvað ef það gerist“ en ég vissi að fjölskylda mín var mjög stuðningsrík og jákvæð.“Vill ekki vera spurður um gamla nafniðLeó segist aldrei hafa liðið vel í eigin líkama, sérstaklega ekki eftir að hann fór á kynþroskaskeiðið. „Þá fór manni að líða illa, hugsa af hverju er ég að fá brjóst og svona og þá eiginlega fattar maður þannig. Ég man eftir sögu af litlum strák sem var trans og hann spurði síðan mömmu sína „hey mamma hvenær fer typpið mitt?“ því hún vildi ekki hafa typpið sitt.“ Leó finnst leiðinlegt þegar fólk spyrji hann hvað hann hafi heitið áður en hann kom út sem trans. „Það er mest út af því að ég vil að fólk þekki mig sem Leó. Ég vil ekki að fólk þekki mig sem manneskjan sem ég var áður. Það er megin ástæðan.“Sjá einnig:Tranfólki á Íslandi hefur fjölgað verulegaErfitt að fara í sundHann segir bekkjarsystkini sín hafa tekið því frekar vel þegar hann sagði þeim að hann væri trans. Hann hafi verið fegin, enda nokkuð stressaður að segja þeim frá í fyrstu. Það hafi þó tekið smá tíma fyrir fólk að byrja að kalla hann Leó. Hann segir að það séu nokkrir hlutir sem þyrfti að bæta fyrir transfólk, til dæmis fari hann lítið sem ekkert í sund. „Það er hrikalega erfitt að fara í sund. Út af því að þar eru ennþá karla og kvennaklefar. Þú þarft ennþá að fara í kvennaklefann því þú ert enn í þessum kvenlíkama. Sem manni gæti fundist rosalega óþægilegt því að fólk er þá að sjá þig sem stelpu og maður vill það ekki. Ég fer mjög sjaldan í sund útaf þessu.“ Hann segir þó hlutina vera að breytast og að internetið hjálpi til. „Það er eitt sem mér finnst rosalega þægilegt, ég sá eitthvað á Facebook um það, að margar sundlaugar væru að spá í að setja annan klefa sem er fyrir transfólk, svo því líði betur. Ég fann líka vefsíðu sem selur transsundföt. Þannig að ég geti verið í bikiníi sem þéttir meira framan á, þannig að ég líti út eins og strákur.“ Enda líði honum ekki vel yfir því að hann sé að fá brjóst. „Maður hugsar „æji af hverju er þetta að gerast? ég vil ekki að þetta sé að gerast.“ Maður fær svona niðurdregna tilfinningu. En það er rosalega þægilegt að það eru til rosalega margir hlutir sem hægt er að kaupa á netinu sem hjálpa manni við að líta út eins og strákur.“Vill geta haft gaman í framtíðinniHann hefur enn ekki farið í neinar aðgerðir, enda of ungur til að fá að gangast undir þær. Fyrsta skrefið er að fara á svokallaða blockera, sem stöðva hormónaframleiðslu. Við 16-18 ára aldur er hægt að fara á hormóna fyrir þitt rétta kyn og um 18 ára aldur má fara í aðgerðir. Hann segist þó helst ekki vilja fara í skurðaðgerð á kynfærum eins og þær eru í dag. „Það eru mjög margir hlutir sem myndu vera vitlausir. því þau geta ekki endilega gert það þannig að líffærið myndi virka. Þannig að það er bara þarna. Og kannski vil ég geta haft gaman í framtíðinni.“Sjá einnig: Trans nemendur geta nú breytt nafni sínu í Háskóla Íslands Leó finnst gagnrýnisvert hve erfitt það er að skipta um kyn hjá Þjóðskrá og verða löglega karlmaður. „Nei ég er ekki löglega karlmaður. Ef fólk myndi leita upp kennitöluna mína þá myndu þeir ennþá fá gamla nafnið mitt og halda að ég sé stelpa.“Mikilvægt að vera til staðarMóðir Leó, Bára Halldórsdóttir, var farin að taka eftir því hvað honum leið illa áður en hann kom út. „Ég held hann hafi bara fundið fyrir því að það var eitthvað að. Hann var alltaf að leita að einhverju. Hann var farinn að skoða hluti á netinu sem ég var ekki ánægð með að hann væri að skoða. Það voru einhverjir stælar sem voru að koma upp og ég var farinn að halda að hann væri kominn út í einhverja vitleysu. Svo um leið og þetta kom á hreint og hann fór að vera í lagi með þetta þá varð hann rólegur aftur,“ segir Bára.Sjá einnig: Grét sig í svefn á hverju einasta kvöldi Bára mælir með því að foreldrar í sömu stöðu og hún leiti til Samtakanna 78. „Barnið er ekkert að breyta sér til að gera ykkur eitthvað. Það hefur enga valkost í þessari stöðu og það skiptir svo miklu máli fyrir ykkur að vera föst fyrir og vera til staðar. Þið þurfið að læra fullt nýtt og það er bara allt í lagi og það er bara gaman og getur verið yndislegt að læra nýja hluti með barninu sínu. Ef að maður fer ekki einhvernvegin að vera á móti vegna ess að ég hef séð transkrakka sem hafa lent í mótstöðu fyrst og það skemmir þau rosalega.“ Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Leó Erling Ágústsson er fjórtán ára strákur sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu. Hann kom út úr skápnum sem trans í byrjun þessa árs. Hann segir að honum hafi aldrei liðið vel í eigin líkama og að honum þyki óþægilegt að vera spurður hvað hann hafi heitið áður en hann kom út sem trans. Þá þykir honum einnig ámælisvert hve erfitt það er að skipta löglega um kyn hjá Þjóðskrá og segist eiga erfitt með að fara í sund. „Ég vissi þetta eiginlega allt mitt líf, en ég vissi ekki hvað þetta var. Síðan varð það einhvern tíman í vor sem ég hugsaði „ég gæti verið þetta“. Þegar ég byrjaði að skilja hvað trans var. Ég hafði sagt mömmu að ég hélt að ég væri svona og ég vildi að mamma byrjaði að kalla mig Leó,“ segir Leó í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að flestir í fjölskyldunni hafi tekið sér vel þegar hann kom út. „Ég var frekar stressaður útaf því að maður hefur heyrt sögur að foreldrar eða einhverjir vinir afneiti manni og hætti að tala við mann og vilji jafnvel ekki koma nálægt manni. Það var eitthvað pínu inni í mér sem hugsaði „hvað ef það gerist“ en ég vissi að fjölskylda mín var mjög stuðningsrík og jákvæð.“Vill ekki vera spurður um gamla nafniðLeó segist aldrei hafa liðið vel í eigin líkama, sérstaklega ekki eftir að hann fór á kynþroskaskeiðið. „Þá fór manni að líða illa, hugsa af hverju er ég að fá brjóst og svona og þá eiginlega fattar maður þannig. Ég man eftir sögu af litlum strák sem var trans og hann spurði síðan mömmu sína „hey mamma hvenær fer typpið mitt?“ því hún vildi ekki hafa typpið sitt.“ Leó finnst leiðinlegt þegar fólk spyrji hann hvað hann hafi heitið áður en hann kom út sem trans. „Það er mest út af því að ég vil að fólk þekki mig sem Leó. Ég vil ekki að fólk þekki mig sem manneskjan sem ég var áður. Það er megin ástæðan.“Sjá einnig:Tranfólki á Íslandi hefur fjölgað verulegaErfitt að fara í sundHann segir bekkjarsystkini sín hafa tekið því frekar vel þegar hann sagði þeim að hann væri trans. Hann hafi verið fegin, enda nokkuð stressaður að segja þeim frá í fyrstu. Það hafi þó tekið smá tíma fyrir fólk að byrja að kalla hann Leó. Hann segir að það séu nokkrir hlutir sem þyrfti að bæta fyrir transfólk, til dæmis fari hann lítið sem ekkert í sund. „Það er hrikalega erfitt að fara í sund. Út af því að þar eru ennþá karla og kvennaklefar. Þú þarft ennþá að fara í kvennaklefann því þú ert enn í þessum kvenlíkama. Sem manni gæti fundist rosalega óþægilegt því að fólk er þá að sjá þig sem stelpu og maður vill það ekki. Ég fer mjög sjaldan í sund útaf þessu.“ Hann segir þó hlutina vera að breytast og að internetið hjálpi til. „Það er eitt sem mér finnst rosalega þægilegt, ég sá eitthvað á Facebook um það, að margar sundlaugar væru að spá í að setja annan klefa sem er fyrir transfólk, svo því líði betur. Ég fann líka vefsíðu sem selur transsundföt. Þannig að ég geti verið í bikiníi sem þéttir meira framan á, þannig að ég líti út eins og strákur.“ Enda líði honum ekki vel yfir því að hann sé að fá brjóst. „Maður hugsar „æji af hverju er þetta að gerast? ég vil ekki að þetta sé að gerast.“ Maður fær svona niðurdregna tilfinningu. En það er rosalega þægilegt að það eru til rosalega margir hlutir sem hægt er að kaupa á netinu sem hjálpa manni við að líta út eins og strákur.“Vill geta haft gaman í framtíðinniHann hefur enn ekki farið í neinar aðgerðir, enda of ungur til að fá að gangast undir þær. Fyrsta skrefið er að fara á svokallaða blockera, sem stöðva hormónaframleiðslu. Við 16-18 ára aldur er hægt að fara á hormóna fyrir þitt rétta kyn og um 18 ára aldur má fara í aðgerðir. Hann segist þó helst ekki vilja fara í skurðaðgerð á kynfærum eins og þær eru í dag. „Það eru mjög margir hlutir sem myndu vera vitlausir. því þau geta ekki endilega gert það þannig að líffærið myndi virka. Þannig að það er bara þarna. Og kannski vil ég geta haft gaman í framtíðinni.“Sjá einnig: Trans nemendur geta nú breytt nafni sínu í Háskóla Íslands Leó finnst gagnrýnisvert hve erfitt það er að skipta um kyn hjá Þjóðskrá og verða löglega karlmaður. „Nei ég er ekki löglega karlmaður. Ef fólk myndi leita upp kennitöluna mína þá myndu þeir ennþá fá gamla nafnið mitt og halda að ég sé stelpa.“Mikilvægt að vera til staðarMóðir Leó, Bára Halldórsdóttir, var farin að taka eftir því hvað honum leið illa áður en hann kom út. „Ég held hann hafi bara fundið fyrir því að það var eitthvað að. Hann var alltaf að leita að einhverju. Hann var farinn að skoða hluti á netinu sem ég var ekki ánægð með að hann væri að skoða. Það voru einhverjir stælar sem voru að koma upp og ég var farinn að halda að hann væri kominn út í einhverja vitleysu. Svo um leið og þetta kom á hreint og hann fór að vera í lagi með þetta þá varð hann rólegur aftur,“ segir Bára.Sjá einnig: Grét sig í svefn á hverju einasta kvöldi Bára mælir með því að foreldrar í sömu stöðu og hún leiti til Samtakanna 78. „Barnið er ekkert að breyta sér til að gera ykkur eitthvað. Það hefur enga valkost í þessari stöðu og það skiptir svo miklu máli fyrir ykkur að vera föst fyrir og vera til staðar. Þið þurfið að læra fullt nýtt og það er bara allt í lagi og það er bara gaman og getur verið yndislegt að læra nýja hluti með barninu sínu. Ef að maður fer ekki einhvernvegin að vera á móti vegna ess að ég hef séð transkrakka sem hafa lent í mótstöðu fyrst og það skemmir þau rosalega.“
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira