Vitlausasti tíminn til að kjósa Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015. Fjárlagafrumvarpið í ár verður lagt fram mun seinna en áður hefur tíðkast. Ráðuneytisstjórinn segir þó undirbúning ganga vel. vísir/gva Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira