Svona eru kræsingar flokkanna Anton Egilsson skrifar 29. október 2016 18:00 Ýmsar kræsingar voru á boðstólnum í kosningamiðstöðvum flokkanna í tilefni dagsins. Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi. Kosningar 2016 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi.
Kosningar 2016 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent