Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason eru markaskorar. Og dansarar? vísir/getty Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00