Viðskipti erlent

Samsung stöðvar framleiðslu á Galaxy Note 7

Atli Ísleifsson skrifar
Virði hlutabréfa Samsung hafa fallið í morgun.
Virði hlutabréfa Samsung hafa fallið í morgun. Vísir/Getty
Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur ákveðið að stöðva tímabundið framleiðslu á Galaxy Note 7 símum fyrirtækisins eftir að tilkynningar bárust um að eldur hafi komið upp í nýrri tegund af símunum sem fólk gat skipt út fyrir eldri útgáfu sem einnig var gölluð.

Ákvörðunin er tekin í samstarfi við kínversk og bandarísk yfirvöld.

BBC hefur eftir talsmanni Samsung að til standi að lagfæra framleiðsluna til að tryggja gæði og öryggi símanna.

Fjölmargar ábendingar bárust í síðasta mánuði um bilanir í rafhlöðum Galaxy Note 7 símanna. Voru þeir í kjölfarið innkallaðir og gátu viðskiptavinir nálgast endurbætta útgáfu. Nú hafa hins vegar fréttir borist um að reyk hafi lagt frá nýju símunum.

Virði hlutabréfa Samsung hafa fallið í morgun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×