Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Ritstjórn skrifar 10. október 2016 15:30 Melania Trump á kappræðunum í gærkvöldi. Glamour/Getty Það er af nægu að taka þegar fjalla skal um kappræður Hillary Clinton og Donald Trump í nótt og hægt að lesa allt um það hér en klæðaburður frú Trump er enn og aftur í umræðunni eftir gærkvöldið. Melania Trump klæddist svokallaðri "pussy bow blouse" eftir Gucci í bleikum lit sem er óneitanlega kaldhæðið í ljósi niðrandi ummæla eiginmanns hennar sem fóru flug fyrir helgi. Þar sagði hann meðal annars þetta : „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Bein þýðing á heitinu yfir þessa tegund af blússu á íslensku væri hreinlega píkuslaufublússa og verður því fatavalið í versta falli að kallast kaldhæðið hjá frú Trump. Ekki er vitað hvort þetta var meðvitað eða ekki en netverjar skemmtu sér að minnsta kosti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Glamour Tíska Mest lesið Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á Óskarnum Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour Ný uppfærsla Instagram auðveldar okkur lífið Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Ekkert photoshop hjá ASOS Glamour ,,Kona sem notar ekki ilmvatn á sér enga framtíð." Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour
Það er af nægu að taka þegar fjalla skal um kappræður Hillary Clinton og Donald Trump í nótt og hægt að lesa allt um það hér en klæðaburður frú Trump er enn og aftur í umræðunni eftir gærkvöldið. Melania Trump klæddist svokallaðri "pussy bow blouse" eftir Gucci í bleikum lit sem er óneitanlega kaldhæðið í ljósi niðrandi ummæla eiginmanns hennar sem fóru flug fyrir helgi. Þar sagði hann meðal annars þetta : „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Bein þýðing á heitinu yfir þessa tegund af blússu á íslensku væri hreinlega píkuslaufublússa og verður því fatavalið í versta falli að kallast kaldhæðið hjá frú Trump. Ekki er vitað hvort þetta var meðvitað eða ekki en netverjar skemmtu sér að minnsta kosti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Glamour Tíska Mest lesið Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á Óskarnum Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour Ný uppfærsla Instagram auðveldar okkur lífið Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Ekkert photoshop hjá ASOS Glamour ,,Kona sem notar ekki ilmvatn á sér enga framtíð." Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour