Gummi Ben lýsti körfuboltaleik án þess að vita af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 22:00 Guðmundur Benediktsson og LeBron James. Vísir/Samsett mynd Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira